Skip to main content

Skilmálar

Eftirfarandi inniheldur skilmála fyrir vefverslun hjá HÚÐIN skin clinic. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.hudin.is

Vefverslun hjá HÚÐIN skin clinic er rekin af  Húðin skin care ehf, kt. 510817-0600, sem hefur aðsetur í Hátúni 6b, 105 Reykjvaík. Virðisaukaskattsnúmer 129403. Símanúmer er +354-519-3223. Ef þú hefur ábendingar um vefverslunina þætti okkur vænt um ef þú sendir erindið til okkar á hudin@hudin.is.

Húðin skin care ehf. áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Greiðsluskilmálar

Við tökum við flestum greiðslukortum og netgíró. Þegar þú pantar vöru í vefverslun Húðin skin care ehf eru upplýsingar um kreditkortið þitt aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Borgun geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Hjá PayVector eru upplýsingar af greiðslukortinu þínu vistaðar sem tilvísun með öruggum hætti á innri netþjónum greiðslumiðlunarinnar.  

PayVector tryggir öryggi korthafa með því að biðja um öryggiskóða kortsins (CV2), staðfestingu heimilisfangs (AVS) og ber saman “IP” tölvu númer. Borgun hefur hlotið vottun PCI DCC (Payment Card Industry Data Security Standard) sem ætlað er að draga úr hættunni á kortamisferli. Að auki tryggir Borgun öryggi kortagreiðslu þinnar með því að biðja um öryggiskóða korta (CVV2), eða MCC (öryggiskóði Masterkorta) og VbV (Staðfest af Vísa). Borgun setur strangar öryggiskröfur til söluaðila um að uppfylla PA DSS (Payment Application Data Security Standard) staðlana.

Fyrir frekari upplýsingar um öruggi greiðslu þinnar með aðstoð PayVector og Borgun vísum við til heimasíðu þeirra.

Afhending

Þegar þú verslar í Vefverslun hjá Húðin skin care ehf getur þú valið á milli þess að sækja í verslun eða fengið pöntunina þína senda með Íslandspósti. 

  1. Þegar þú velur “smella & sækja” getur þú nálgast pöntunina þína hjá HÚÐIN skin clinic að Hátúni 6b, 105 Reykjavík, næsta virka dag eftir klukkan 10:00, endurgjaldslaust gegn framvísun á sölunótu.

Þú getur einnig valið að fá pöntunina þína senda beint heim, á næsta pósthús eða póstbox. Við sendum þér vöruna í pósti í gegnum Íslandspóst (postur.is). Einungis er hægt að panta innanlands sem stendur. 

  1. Þegar heimsending er valin færðu pöntunina þína senda beint heim að dyrum. Sendingartíminn er venjulega 2-5 virkir dagar. Íslandspóstur keyrir út á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri milli klukkan 17:00-22:00 á virkum dögum, og milli klukkan á milli 12-17 á laugardögum (einungis höfuðborgarsvæðið) en þú munt fá SMS þegar sendingin er lögð af stað til þín. Annarsstaðar á landinu þar sem heimkeyrsla er í boði er mismunandi hvaða tímasetningar eiga við. Takist ekki að afhenda sendinguna í heimkeyrslu er hægt að nálgast hana á næsta pósthúsi. 

Vefverslun hjá Húðin skin care ehf býður upp á fría heimsendingu af pöntunum yfir 15.000 kr. – annars er kostnaðurinn 995 kr.

Endurgreiðsla

Ef af einhverjum ástæðum varan er ekki sú sem þú taldir þig vera að kaupa þá getur þú skilað henni á eigin kostnað innan fjórtán daga, svo lengi sem hún er innsigluð, ónotuð og í upprunalegu ástandi. Vinnsla endurgreiðslunnar getur tekið einn til fimm virka daga eftir að vörunni hefur verið skilað og þér ætti að berast endurgreiðsla innan tveggja vikna. Ávallt er sama upphæð endurgreidd og greitt var upphaflega fyrir vöruna. 

Persónulegar upplýsingar sem við fáum frá þér: Vafrakökur (cookies)

„Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforritið þitt geymir í tölvunni þinni að beiðni netþjóna. Húðin skin care ehf notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft þú heimsækir heimasíðuna, hvað þú setur í körfuna þína, hvernig fyrri pantanir þínar voru og til að kynna þig fyrir vörum sem gætu vakið áhuga þinn. 

Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þínum þörfum og þú ættir ekki að hafa áhyggjur af þeim. 

Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að notandinn þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt þú kjósir að leyfa ekki vafrakökur geturðu samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu okkar, þar á meðal verslunarkerfið.

Með því að nota vefsíðu Húðin skin care ehf samþykkir þú notkun á vafrakökum. 

Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á www.AboutCookies.org. Möguleikar þínir á notkun vefsíðu Húðin skin clinic gætu takmarkast við slíkar breytingar