Skip to main content

Litabreytingar í húð

Litabreytingar í húð eru algeng sjón með hækkandi aldri. Þær geta komið fram sem sólarskemmdir, aldursblettir og ójafn litarháttur. Algengar orsakir litabreytinga eru sólböð, ljósabekkjanotkun og hormónabreytingar.

Litabreytingar í húð eru algengur fylgifiskur sólbaða og ljósabekkjanotkunar. Þær geta komið fram sem freknur, aldursblettir og ójafn litarháttur. Sólarskemmdir eru brúnir blettir sem myndast í húð, t.d. eftir að hafa verið í sól. Hormónabreytingar geta einnig valdið litabreytingum í húð og fá þungaðar konur oft á tíðum bletti á húð. Einnig getur getnaðarvarnarpillan og tíðahvarfahormón valdið litabreytingum, sérstaklega ef verið er í sól. Ýmsar snyrtivörur og fleiri þættir geta jafnframt kallað fram litabreytingar.

Til að minnka líkur á að fá litabreytingar er best að forðast sólina þegar hún er hæst á lofti, klæða hana af sér, nota góða sólarvörn a.m.k. 30 SPF gegn UVA og UVB geislum og halda sig alfarið frá ljósabekkjum.

Ef þú ert með annað en saklausar litabreytingar í húð, t.d. dökkan blett, blett sem er með óreglulegar brúnir, ósamhverfan blett, blett sem er með fleiri en einn litatón eða er að breyta sér, eða jafnvel sár sem ekki grær, þá ráðleggjum við þér að leita til húðsjúkdómalæknis.

Þær meðferðir sem vinna á litabreytingum í húð eru:

Dermapen vinnur á litabreytingum í húð með því að örva ónæmiskerfið til að fjarlægja melanín og jafnar þannig litatón húðarinnar

Laser sendir bjart ljós af ákveðinni bylgjulengd, sem leysir upp litarefni í húðinni. Ónæmiskerfið sér síðan um að hreinsa burt agnirnar af litarefninu.

Ávaxtasýrumeðferð vinnur á litabreytingum í húð.

“Til að fá nóg af D-vítamíni með sólböðum er nóg að vera berhandleggja í sól í 10 til 15 mínútur. Á veturna er mikilvægt að taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni.”