Skip to main content

Þurr húð

Þurr húð er algengt húðvandamál sem getur stafað af ýmsum orsökum. Með aldrinum minnkar raki í húðinni því hún tapar með tímanum náttúrulegu rakaefni húðarinnar auk þess sem hægist á endurnýjun hennar – frumurnar skipta sér hægar. Hæfileikinn til að losa sig við ysta lag húðarinnar minnkar og húðin getur orðið hreistruð. Einnig geta umhverfisþættir ýtt undir þurrk svo sem sápur, vetrarveður, sólböð og fleira.

Ásamt því að taka inn ómega-3 olíu og nota góð krem bjóðum við upp á nokkrar leiðir til að minnka þurrk í húð:

Húðslípun fjarlægir ysta lag húðarinnar og örvar nýmyndun húðfruma.

Dermapen örvar endurnýjun húðarinnar, þar á meðal kollagen- og elastínframleiðslu húðarinnar. Náttúrulegt rakaefni húðarinnar (hyaluronic acid) er notað í meðferð og fær húðin aukin ljóma eftir meðferðina.

Ávaxtasýrumeðferð fjarlægir dauðar húðfrumur og stuðlar að endurnýjun húðar.