Hvað er Radiesse?
Radiesse er samsett úr kalkkristöllum (CaHa) í gelformi sem komið er fyrir djúpt í húðinni. Kristallarnir örva bandvefsfrumur til að framleiða kollagen og elastín með þeim árangri að þéttleiki húðarinnar eykst til muna. Auk þess fær húðin meiri fyllingu.
Algengustu svæðin sem verið er að meðhöndla eru kinnbein, kinnar, munnsvæði, háls, bringa og handarbök. Einnig er hægt að meðhöndla lausa húð fyrir ofan hné og á upphandleggjum og kvið. Yfir 20 ára reynsla liggur að baki Radiesse með rannsóknum og klínískri þekkingu.
Meðferðin fer þannig fram að húðin er staðdeyfð með lítill nál. Síðan er ávalri nál komið fyrir undir húð og efninu komið fyrir hægt og rólega. Meðferðin er nánast sársaukalaus. Lengd meðferðar er um 60 mín.
Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?
Ef þú ert með ofnæmi fyrir deyfiefnum þá er mikilvægt að nefna það því húðin er staðdeyfð áður en meðferðin er framkvæmd.
Allar meðferðir sem þarfnast inngrips geta valdið bólgu og mari. Það eru nokkur ráð sem þú getur farið eftir til að minnka líkur á mari og verðir fljótari að jafna þig :
- Ef þú ert á blóðþynningarlyfi þá mælum við með að gera hlé í 3-5 daga fyrir meðferð eða í samráði við þinni lækni.
- Ef þú tekur inn ómega-3 fitusýrur, lýsi eða bólgueyðandi lyf þá er gott að gera hlé í tvær vikur fyrir meðferð.
- Áfengi þynnir einnig blóðið og seinkað því að þú jafnir þig. Ef þú neytir áfengis er því ráðlagt að halda sig frá því í viku fyrir meðferð. Sama á við um reykingar.
- Þeir sem eru marblettagjarnir geta haft samband við okkur til að fá fyrirbyggjandi lyfjameðferð í samráði við lækni.
Meðferðin er ekki gerð á meðgöngu eða brjóstagjöf.
Hvenær má ég búast við að sjá árangur?
Oft sést meiri þéttleik húðar strax eftir meðferðina. Aðalbyggingarefni húðarinnar, kollagen og elastín, eykst síðan smám saman og er að byggjast upp í um sjö mánuði eftir meðferð.
Hve lengi endist meðferðin?
Það er einstaklingsbundið hve lengi meðferðin endist og fer eftir ýmsu, t.d. húðtegund, aldri og lífstíl. Yfirleitt endist meðferðin í allt að tvö ár. Eftir fyrstu meðferðina færðu bókaðan tíma í eftirlit að þremur til sex mánuðum liðnum og einstaka sinnum er ábending til að endurtaka meðferðina.
Hversu mörg skipti þarf ég?
Oft er ein meðferð nóg til að sjá árangur en stundum þarf tvær meðferðir með nokkra mánaða millibili til að fá þann árangur sem óskað er eftir og fer það eftir ástandi húðarinnar fyrir meðferðina. Eins og með allar meðferðir, er árangur ávallt einstaklingsbundin og til að viðhalda árangri er mælt með að endurtaka meðferðina á um tveggja ára fresti.
Hve lengi er ég að jafna mig?
Stundum getur komið fram bólga, roði eða mar sem lagast á nokkrum dögum.
Hvað þarf ég að forðast eftir meðferðina?
Mikilvægt er að nudda EKKI svæðið daginn sem meðferð er framkvæmd og forðast að snerta svæðið í tvo tíma eftir meðferð. Þú mátt setja hyljara eftir tímana tvo og farða næsta dag.
Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi daginn sem meðferð er framkvæmd.