Skip to main content

Plasma meðferð

Hvað er Plasma meðferð?

Plasma meðferðin lyftir og þéttir húð án skurðaðgerðar, en meðferðin  er vinsælasta augnlokameðferðin án skurðaðgerðar. Meðferðin hentar því vel til að lyfta augnlokum, draga úr andlitslínum og fjarlægja ýmsar góðkynja húðbreytingar, svo sem kólesterólútfellingar og sepa.

Við notum nýjustu tækni frá ítalska fyrirtækinu Brera Medical, sem voru þeir fyrstu til að þróa meðferðina í því formi sem hún er veitt í dag.

 

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?

Til að meðferðin verði sem þægilegust deyfum við húðsvæðið fyrir meðferðina, því er mikilvægt að viðkomandi hafi ekki ofnæmi fyrir deyfiefnum.

Gera þarf ráð fyrir tíma til að jafna sig eftir meðferðina, en við mælum með að þú takir því rólega í þrjá daga eftir meðferð.

Athugaðu að meðferðin hentar ekki ef þú ert á ónæmisbælandi meðferð eða með alvarlega sykursýki .

Hver er árangur meðferðarinnar?

Árangur meðferðar er einstaklingsbundinn líkt og með aðrar meðferðir, en flestir sjá árangur strax eftir að húðin hefur jafnað sig eftir meðferðina.

Hversu mörg skipti þarf ég?

Yfirleitt dugar eitt skipti, en ef það þarf að endurtaka meðferðina mælum við með að láta átta vikur líða á milli meðferða.

Þar sem öldrunarferli húðarinnar heldur áfram svo lengi sem við lifum gæti þurft að endurtaka meðferðina á nokkurra ára fresti.

Hve lengi er ég að jafna mig?

Búast má við bólgu á meðferðarsvæðinu, sem nær hámarki 2-3 dögum eftir meðferð. Sé bólgan mikil er hægt að taka inn Bromelain pillur (ananas inniheldur bromelain), ofnæmislyf eða bólgueyðandi lyf.

Eftir meðferðina myndast skorpa sem dettur yfirleitt af eftir 5-7 daga, afar mikilvægt er að halda skorpunni á þar sem hún bætir árangur meðferðarinnar og styður við gróandi. Eins skal aldrei kroppa í skorpuna þar sem það getur valdið öramyndun.

Hverju þarf ég að huga að eftir meðferð?

Það er mikilvægt að taka því rólega fyrstu þrjá dagana eftir meðferð. Til að árangur verði sem mestur er nauðsynlegt að forðast sól, nota hatt, sólgleraugu. Eins er mikilvægt að nota sólarvörn SPF 50+ (helst steinefna/mineral) á 2 tíma fresti.

Mælt er með að bera græðandi krem á meðferðarsvæðið 3-4 sinnum á dag fyrstu dagana. Við mælum með K-ceutic frá Dermaceutic, sem styður við gróanda og dregur úr líkum á fylgikvillum. Fyrstu 2-3 dagana eftir meðferð má einnig bera á húðina blöndu af sýklalyfi/sterum, sem læknirinn okkar getur skrifað upp á. Það má einnig nota kælingu á svæðið, til að bæta líðan fyrstu dagana eftir meðferð.