Skip to main content

Laser fyrir bólur og bóluör

Hvað er Clearskin?

Clearskin er lasermeðferð sem að er notuð til að meðhöndla bólur og ör eftir bólur. Ljósið myndar hita í húðinni sem að bælir olíumyndun í fitukirtlum og dregur úr bólubakteríunni C. acnes sem eru þættir sem mynda bólur.

Hver er árangurinn?

Clearskin vinnur á djúpum sem grunnum húðsýkingum og bólgum, sem þá hjaðna með tímanum. Engu að síður er mælt með viðhaldsmeðferðum eftir þörfum hvers og eins. Sami hiti örvar byggingarprótein húðarinnar (kollagenið) sem þéttir húðina og gerir ör minna sjáanleg.

Hvað þarf ég mörg skipti?

Mælt er með 4 til 6 meðferðum á 2 til 3 vikna fresti og flestir ættu að sjá árangur eftir fjögur skipti, þó árangur er að koma fram í að minnsta kosti hálft ár. Eins getur árangur af örameðferð tekið mis langan tíma þar sem hraði húðþéttingar vegna kollagenmyndunar er einstaklingsbundin.

Hvað er ég lengi að jafna mig?

Meðferðin er hitastýrð en innbyggð kæling í tækinu verndar ysta lag húðarinnar og heldur roða í lágmarki. Engu að síður byrjum við meðferðina varlega og aukum styrk hægt og rólega eftir því sem komið er í fleiri meðferðir.

Búast má við roða yfir meðferðarsvæði í rúman sólarhring og er gott að kæla húð með Aloe vera geli eða annarri kælingu ef óþæginda verður vart. Huga þarf að sólarvörnum á meðan á meðferð stendur þar sem að húðin er viðkvæmari fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Einstaka sinnum geta komið fram blöðrur en það er sjaldgæft.