Skip to main content

Cinderella

Hvað er Cinderella?

Meðferðin er ekki eiginleg lasermeðferð heldur byggir á nær-innrauðu ljósi sem hitar húðina á þægilegan máta og örvar kollagenframleiðslu hennar. Með því verður húðin þéttari og fær á sig meiri ljóma. Þessi meðferð hefur ekki sömu langtímaáhrif og laserlyfting en hún hentar vel fyrir tilefni þar sem mikið stendur til.

Hver er árangurinn?

Oftast sést góður árangur strax að meðferð lokinni og hann endist í tvo til þrjá mánuði.

Hvað þarf ég mörg skipti?

Það er einstaklingsbundið og oft dugar eitt skipti til að fríska upp á húðina. Mælt er með að taka tvö til fjögur skipti til að ná hámarksárangri.

Hve lengi er ég að jafna mig?

Meðferðin veldur hita og vægum roða í húð sem gengur oftast yfir á nokkrum klukkutímum. Flestir líta frísklega út strax eftir meðferð.