Skip to main content

Rósroði

Rósroði er algengur kvilli í húð sem lýsir sér sem roði í húð, aðallega á kinn, höku, nefi og enni. Hann getur komið og farið og oft verður hann varanlegur, háræðar sýnilegar og bólur geta komið fram á roðasvæðinu. Orsakir rósroða eru óþekktar en virðast vera samspil erfða og umhverfis. Þeir þættir sem geta aukið einkenni rósroða eru heitir drykkir, sterkur matur, áfengi, mikill kuldi eða hiti, sól eða vindur, tilfinningar, líkamsrækt, sumar snyrtivörur og lyf sem víkka blóðæðar (t.d. háþrýstingslyf). Rósroða er ekki hægt að lækna en hægt er að minnka einkenni hans. Sú meðferð sem við bjóðum upp á við rósroða er lasermeðferð. Áður en þú kemur í meðferð ráðleggjum við þér að fá staðfesta greiningu hjá húðsjúkdómalækni.

Laser minnkar roða í húð með því að vinna á víkkuðum blóðæðum.