Skip to main content

Andlitsnudd og maski

maski

Andlitsnudd og maski

Meðferðin er einstaklega þægileg og nærandi og er hún framkvæmd af snyrtifræðingi.

Byrjað er á að hreinsa húð með viðeigandi andlitshreinsi. Andlit, háls og herðar eru síðan nuddað í um 15 mín. Róandi og rakagefandi maski er settur á húðina og látinn bíða í um 10 mín. Hitapoki á herðum og hiti í dýnu eykur slökun og vellíðan meðan maskinn er hafður á. Húðin er síðan hreinsuð og serum, rakakrem og sólvörn borið á hana.

Í meðferðinni eru einungis notaðar gæðavörur frá Jan Marini og tekur meðferðin um 30 mín.

Verð kr. 14.990,-