Skip to main content

Laser Háræðaslit

Hvað er laser háræðaslit?

Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni og háræðar í húðinni. Ónæmiskerfið sér síðan um að eyða þeim. Oft fylgir meðferðinni smá óþægindi sem hverfa um leið og meðferð lýkur.

Hvenær má búast við árangri?

Oftast sést árangur eftir eitt skipti. Ásýnd háræða minnka yfirleitt strax eftir meðferð en háræðar geta einnig dökknað í byrjun, orðið bláar en þær lýsast svo og hverfa oft eftir einni til þremur vikur.

Hve lengi endist meðferðin?

Þegar háræðaslit hverfa við meðferð er árangurinn varanlegur. Sumir hafa tilhneigingu til að mynda ný háræðaslit og þá er hægt að endurtaka meðferðina.

Hvað þarf ég mörg skipti?

Það er einstaklingsbundið hversu mörg skipti þarf til að ná góðum árangri en í flestum tilfellum er miðað við eitt til fjögur skipti á fjögurra til sex vikna fresti.

Hvað er ég lengi að jafna mig?

Oftast er vægur roði á húð til staðar í um sólarhring eftir meðferð og er þá mikilvægt að bera daglega græðandi krem á húðina. Það getur tekið húðina um 7-14 daga að jafna sig eftir háræðaslitsmeðferð.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi í tvo daga og forðast sól fyrst á eftir. Ef verið er í sól er mikilvægt að nota sólarvörn með SPF 30.