Skip to main content

Laser Andlitslyfting

Hvað er laser andlitslyfting?

Í laserlyftingu er bjart ljós sent niður í miðlag húðarinnar til að örva nýmyndun kollagens (sem styrkir húðina) og elastíns (sem eykur teygjanleika). Við það lyftist húðin, andlitslínur minnka, húðlitur verður jafnari og húðin verður hraustlegri. Laserlyfting jafnast aldrei á við skurðaðgerð en andlitsfallið heldur náttúrulegri lögun sinni.

Á stofunni er boðið upp á þrennskonar laserlyftingu.

ClearLift

Hér örvar lasergeislinn bandvefsfrumur í miðlagi húðarinnar til að framleiða hraðar prótein (kollagen og elastín) sem styrkja húðina. Miðlag húðarinnar skiptist í tvö lög (papillary dermis og reticular dermis) og sníðum við því meðferðina til að örva frumurnar í báðum húðlögum.

ClearSkin og ClearLift

Auk ofangreindrar laserlyftingu notum við ClearSkin strax á eftir til að gefa húðinni extra boost. ClearSkin laserinn örvar enduruppbyggingu húðarinnar með annarri bylgjulengd en ClearLift og hefur einnig reynst vel við bólum og örum.

Er:YAG

Þessi laserlyfting er ásamt CO2 öflugasta yngingarmeðferðin á markaðnum, sem hefur öll ofangreind áhrif nema hún skilar auknum árangri. Í þessari meðferð eru gerðar örfín göt í húðina með laser sem setur af stað kröftugt viðgerðarferli með nýmyndun kollagens og elastíns, og enduruppbyggingu húðarinnar. Þessi laser minnar einnig ásýnd öra og slita.

Hægt er að blanda saman meðferðum því þær vinna allar að sama marki, að draga úr öldrunareinkennum húðarinnar. Mörgum þykir ClearLift meðferðin sem tekur um 30 mínútur afar notaleg og það er vinsælt að blanda saman laserlyftingum, t.d. byrja á ClearLift og þegar húðin hefur tekið við sér að fara þá í sterkari laserlyftingu.

Hver er árangurinn?

Árangur er einstaklingsbundinn. Búst má við að árangur sjáist að nokkrum vikum eftir meðferð og hann getur haldið áfram að koma fram í hálft ár, allt undir tvö ár ef teknar eru nokkrar meðferðir. Því fleiri meðferðir sem teknar eru, því betri verður árangurinn.

Hve lengi endist meðferðin?

Árangur af laserlyftingu endist í þrjú til fjögur ár, en húðin heldur áfram að tapa styrkleika og teygjanleika með tímanum og til að viðhalda árangri er mælt með að koma í eitt skipti á ári.

Hvað þarf ég mörg skipti?

Til að sjá hámarksárangur er mælt með fjórum skiptum og að láta tvær til fjórar vikur líði á milli skipta, jafnvel sex til átta á milli ef þú tekur Er:YAG. Það er líka allt í fína að taka eitt skipti því hver meðferð skilar árangri.

Hvað er ég lengi að jafna mig?

Það fer eftir hvaða laserlyftingu þú tekur. Eftir ClearLift sést venjulega ekkert á húðinni eftir meðferð en einstaka sinnum myndast vægur roði og hiti í húð. Við mælum með að nota græðandi krem kvölds og morgna eftir meðferðina. Þegar ClearSkin er tekin með ClearLift þá getur vægur roði verið í tvo til þrjá daga.

Öflugasti laserinn (Er:YAG) hefur venjulega lengri batatíma eða um fimm til sjö daga. Flestir verða talsvert rauðir og bólga getur myndast fyrstu tvo til þrjá dagana en þá byrjar flögnunartímabil, sem gengur yfir á nokkrum dögum og kemur húðin sem ný undan. Eftir tvær vikur ætti hún að hafa jafnað sig að fullu.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Mjög mikilvægt er að forðast sólböð og ljósabekki í a.m.k. tvær vikur eftir meðferð, og ekki nota brúnkukrem fyrr en húðin hefur jafnað sig að fullu.

Forðist heit böð, sturtur eða gufuböð (yfir 38°C) í  amk tvo daga og sömuleiðis líkamsrækt og sund.