Skip to main content

Ávaxtasýrur Jan Marini

Hvað eru Jan Marini ávaxtasýrur?

Jan Marini ávaxtasýrur gefa húðinni góðan raka og vinna á fínum línum, litabreytingum, bólum, fílapenslum og örum. Ávaxtasýrurnar innihalda 40% glýkólsýru (e. glycolic acid) sem er öflug gegn ýmsum húðkvillum. Einnig örvar meðferðin kollagen og elastín ásamt því að framkalla frísklegra yfirbragð og aukinn ljóma.

Meðferðin tekur um 30 mín og er auk ávaxtasýranna notaðar húðlæknavörur frá Jan Marini sem innihalda sérvalin efni fyrir húðina. Sýrurnar geta valdið vægum sviða en þú færð róandi maski sem gefur góðan raka og styður við meðferðina.

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?

Meðferðin hentar flestum húðgerðum. Ef þú hefur tekið inn vítamín-A lyf við bólum (t.d. Decutan) er mikilvægt að bíða í sex mánuði áður en farið er í ávaxtasýrumeðferð þar sem húðin getur verið mjög viðkvæm. Einnig er meðferðin ekki ráðlögð fyrir barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti.

Hver er árangur meðferðarinnar?

Það er afar einstaklingsbundið hvenær árangur kemur í ljós og hve lengi hann endist en flestir sjá meiri ljóma og frísklegra yfirbragði eftir eina meðferð.

Hversu mörg skipti þarf ég?

Mælt er með sex meðferðum á 1-2 vikna millibili og síðan á 6 mánaðar fresti til að viðhalda árangri.

Hve lengi er ég að jafna mig?

Flestir eru fljótir að jafna sig eftir meðferðina. Oft er smá roði fyrst á eftir, sem hverfur á einum degi. Mikilvægt er að nota góð rakakrem á milli meðferða og mælum við með húðvörum frá Jan Marini. Með því að nota vörurnar samhliða ávaxtasýrunum verður árangur meiri.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Það er mikilvægt að sleppa líkamsrækt og sundi fram á næsta dag eftir meðferðina.

Varast skal sól og ljósabekki og nota sólarvörn með SPF 30 daglega.