Um okkur

Um okkur

Sigríður Arna, Lára, Arndís, Sigga Stína og Drífa Ísabella

Velkomin!

Takk fyrir að líta við hjá okkur. Húðin er okkar hjartans mál því hún er eitt það fyrsta sem við tökum eftir í eigin fari og annarra. Síðustu ár hefur orðið bylting í forvörnum og húðmeðferðum sem fegra húðina, yngja hana og gefa heilbrigðari ásýnd.

Húðmeðferðirnar sem við bjóðum upp á hafa allar sýnt fram á góðan árangur í vísindarannsóknum, þó endanlegur árangur sé vissulega ávallt einstaklingsbundinn. Okkar sýn er sú að ef þú hugsar jafnt og vel um húðina, þá endist og eldist hún betur. Okkar mottó er að bæta en ekki breyta útliti.

Við leggjum mikið upp úr faglegri og persónulegri þjónustu, notalegu andrúmslofti og að koma til móts við þarfir viðskiptavina – svo þeim líði sem best í eigin skinni.


Sýn okkar

Á stofunni bjóðum við upp á fjölbreyttar húðmeðferðir sem sniðnar eru að þínum þörfum. Vinsælustu húðmeðferðirnar eru þær sem hreinsa húðina, örva endurnýjun hennar, eyða hárvexti, draga úr öldrunareinkennum og gefa aukinn ljóma.

Að leiðarljósi höfum við…

  • Forvarnir eru ávallt besti kosturinn.
  • Húð sem hugsað er vel um ljómar af heilbrigði.
  • Falleg og heilbrigð húð veitir innri vellíðan.
  • Að bæta en ekki breyta útliti dregur það besta fram.
  • Með fjölbreyttum húðmeðferðum er hægt að snúa við öldrunareinkennum og bæta heilbrigði húðarinnar.
  • Faglegri og persónuleg þjónustu skilar sér í auknum árangri.
  • Okkar metnaður er að hjálpa þér að líða vel í eigin skinni.

Verið hjartanlega velkomin!


Teymið

Dr. Lára G. Sigurðardóttir
Læknir, grunnmenntun í skurðlækningum og doktor í lýðheilsuvísindum
Sigríður Arna Sigurðardóttir
Hjúkrunarfræðingur og förðunarfræðingur
Drífa Ísabella Davíðsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Sigga Stína
Móttökuritari og förðunarfræðingur
Arndís Ágústdóttir
Hjúkrunarfræðingur

„Mér líður alltaf lang best þegar húðin á mér er í góðu standi. Ég hef farið í bæði húðslípun og ávaxtasýru meðferð hjá HÚÐIN og verið ótrúlega ánægð með útkomuna. Það skiptir mig máli að viðhalda góðri húð og þess vegna fer ég á HÚÐIN þar sem er bæði góð þjónusta og hlýlegt andrúmsloft.“

Salka Sól

,,Stelpurnar hjá Húðinni eru ekki bara fagmenn fram í fingurgóma, heldur eru þær allar svo yndislegar. Það er alltaf notalegt að koma til þeirra og húðmeðferðirnar hjá þeim eru æðislegar. Hef alltaf gengið út frá þeim ánægð. “

Eva Ruža

„Hlýlegt andrúmsloft og fagleg þjónusta.“

Vilborg Arna Gissurardóttir

„Umhirða húðarinnar skiptir mig miklu máli. Ég fer reglulega í HÚÐINA því meðferðirnar hafa skilað góðum árangri. Svo er umhverfið hlýlegt og tekið vel á móti manni með góðri nærveru.“

Kolbrún Pálína


Fjölmiðlar

Nýjustu umfjallanir um húðina

Eldri umfjallanir