Skip to main content

Laser Húðflúreyðing

Hvað er húðflúreyðing?

Meðferðin byggir á ljósgeisla sem nemur húðflúrliti djúpt í húðinni og brýtur þá niður í smáar agnir. Ónæmiskerfið sér svo um að hreinsa litaragnirnar burt. Hægt er að eyða öllum litum nema grænum og getur þurft að nota mismunandi laser á ólíka liti. Í boði er að setja staðdeyfikrem á húð fyrir meðferðina sem getur verið sársaukafull.

Hver er árangurinn?

Árangur er einstaklingsbundinn og geta ýmsir þættir haft áhrif svo sem blektegund, aldur húðflúrs og dýpt litarefnis í húðinni. Oftast sést strax árangur eftir fyrsta skipti og kemur svo meiri árangur eftir hvert skipti. Hver meðferð er varanleg.

Hve mörg skipti þarf ég?

Oftast þarf sex til tólf skipti og gott er að láta líða átta til tólf vikur á milli meðferða.

Hve lengi er ég að jafna mig?

Meðferðin getur valdið roða og í sumum tilfellum geta myndast blöðrur og hrúður. Mikilvægt er að halda svæðinu hreinu og þurru til forðast sýkingar. Ekki er ráðlagt að fara í líkamsrækt og sund meðan húðin er að jafna sig og forðast sól og ljósabekki.