Skip to main content

Hárvöxtur og inngróin hár

Hárvöxtur getur verið hvimleiður, hvort heldur útlitslega, kláðavaldandi eða með inngrónum hárum. Það er orðið algengara að fólk velji að láta fjarlægja hárvöxt fyrir fullt og allt til að losna við rakstur, vaxmeðferð o.þ.h. Algengustu svæðin sem fólk kýs að láta fjarlægja hárvöxt varanlega eru fótleggir, nári, handarkriki, bak og andlit.

Laser

Eftir eina meðferð er algengt að hárin verði færri, fíngerðari og það hægist á hárvexti. Til að ná varanlegum árangri er algengt að koma í fjögur til átta skipti.