Skip to main content

Profhilo

Hvað er Profhilo

Profhilo er rakaefni (hýalúrónsýra) sem sprautað er grunnt í húðina og dreifir sér þaðan um húðina. Meðferðin gefur einstaklega góðan raka og eykur þéttleika húðarinnar. Hún hentar því vel fyrir einstaklinga sem eru farnir að finna fyrir slappleika í húðinni og/eða þurrki.

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?

Allar meðferðir sem þarfnast inngrips geta valdið bólgu og mari. Þar sem sprautað er grunnt í húð eru almennt minni líkur á mari. Komi fram mar þá hverfur það á nokkrum dögum. Hins vegar sjást litlir hnúðar á svæðinu sem efninu svar sprautað í húðina. Þeir hverfa venjulega á nokkrum klukkustundum eða amk innan sólahrings. Það eru nokkur ráð sem þú getur farið eftir til að minnka líkur á mari og verðir fljótari að jafna þig. Ef þú tekur inn ómega-3 fitusýrur, lýsi eða bólgueyðandi lyf þá er gott að gera hlé í viku fyrir meðferð. Áfengi þynnir einnig blóðið og seinkað því að þú jafnir þig. Sama á við um reykingar.

Hver er árangur meðferðarinnar?

Hýalúrónsýran sem sprautað er í húðina örvar bandvefsfrumur til að mynda kollgen og elastín, sem gefa gefa húðinni aukinn styrk og teygjanleika. Eins gefur aukinn raki húðinni meiri fyllingu. Það er afar einstaklingsbundið hvenær árangur kemur í ljós og hve lengi hann endist en flestir sjá þéttari húð, aukinn raka og meiri ljóma strax eftir meðferð. Hámarksárangur er að koma fram á um 2-3 mánuði eftir seinni sprautuna og er algengt að árangur haldist í 6-12 mánuði. 

Hversu mörg skipti þarf ég?

Mælti er með 2 meðferðum með mánaðar millibili og svo einu sinni á 6-12 mánaða fresti til að viðhalda árangri.

Hve lengi er ég að jafna mig?

Flestir eru fljótir að jafna sig eftir meðferðina. Í sumum tilfellum getur myndast smá bólga og einstaka sinnum mar sem jafnar sig á nokkrum dögum. Stundum hjálpar að kæla vel stungustaði eftir meðferðina.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Mikilvægt er að sleppa líkamsrækt og sundi daginn sem meðferðin er framkvæmd og forðast að snerta stungusvæðið í 2 klukkustundir eftir meðferðina. Það má bera farða á húðina að kvöldi meðferðardag. 

Bóka tíma