Skip to main content

Ör og Slit

Fæstir komast í gegnum lífið án þess að fá ör, t.d. eftir áverka eða skurðaðgerð. Ör geta einnig myndast eftir bólur. Slit geta komið fram þegar húðin teygist hratt, t.d. þegar unglingar taka vaxtarkipp, fólk þyngist hratt eða konur ganga með barn.

Fæstir komast í gegnum lífið án þess að fá ör, t.d. eftir áverka eða skurðaðgerð. Ör geta einnig myndast eftir bólur. Slit geta komið fram þegar húðin teygist hratt, t.d. þegar unglingar taka vaxtarkipp, fólk þyngist hratt eða konur ganga með barn. Ör og slit eru svipuð að því leyti að bandvefur hefur myndast á þeim stað sem áður var eðlileg húð.

Laser getur minnkað ásýnd öra og slita.

Dermapen vinnur djúpt í húðinni og örvar nýmyndun húðarinnar.

Sérstakt fylliefni er stundum notað til að sprauta undir djúp ör og minnka ásýnd þeirra.