Skip to main content

Dermapen örnálameðferð

Hvað er dermapen?

Dermapen er meðferð sem vinnur á djúpum og fínum línum, slappri húð, blettum, opinni húð, örum (t.d. eftir unglingabólur) og sliti. Meðferðin byggir á fínum nálum sem vinna djúpt í húðinni og örva náttúrulega endurnýjun hennar, m.a. með því að auka myndun kollagens og elastíns sem leiðir til þess að húðin verður áferðarfallegri og þéttari. Í meðferðinni er notað serum með hyaluronic acid, næringarmaski og græðandi rakakrem sem auka árangur meðferðarinnar.

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?

Ef þú hefur rósroða, bólur (e. acne), sýkingu (t.d. herpes útbrot, bakteríusýkingu eða vörtu) eða sár á meðferðarsvæðinu er mikilvægt að bíða þangað til einkenni hafa gengið yfir. Það er í lagi að nota dermapen ef þú hefur sögu um rósroða en hætta er á að einkenni aukist eftir meðferð því dermapen setur af stað bólguviðbrögð í húðinni. Ef þú hefur bandvefssjúkdóm (t.d. e. scleroderma), dreyrasýki (e. heamophilia) eða grunsamlegar húðbreytingar er ekki ráðlagt að gangast undir dermapen. Þungaðar konur ætti sömuleiðis ekki að gangast undir meðferðina.

Til að minnka óþægindi í meðferð er í lagi að bera deyfikrem á húð um klukkustund fyrir meðferð.

Hvenær má ég búast við að sjá árangur?

Oft er hægt að sjá árangur eftir eitt skipti en hafa ber í huga að endanlegur árangur er að skila sér smá saman í allt tvö til þrjú ára eftir hverja meðferð.

Hve lengi endist meðferðin?

Það fer eftir húðgerð og vandamáli sem verið er að meðhöndla. Þegar um er að ræða ör, slit og litabreytingar er árangurinn oftast varanleg. Við fínar og djúpar línur og slappa húð endist meðferðin í flestum tilfellum í þrjú til fjögur ár.

Hversu mörg skipti þarf ég?

Yfirleitt er ráðlagt að taka tvö til sex skipti á fjögra til átta vikna fresti. Það fer þó allt eftir því hvað verið er að meðhöndla.

Hve lengi er ég að jafna mig?

Það getur tekið þrjá til fjóra daga að jafn sig í eftir dermapen húðmeðferð. Fyrstu tvo til þrjá dagana eftir meðferð er roði og bólga mest áberandi og stundum getur myndast smá mar. Einnig getur myndast talsverður þurrkur fyrstu dagana á eftir og því mikilvægt að nota gott rakakrem. Það má nota meik sólarhring eftir meðferð. Kæli- og næringarmaskinn sem notaður er í meðferðinni dregur verulega úr óþægindum og einkennum svo yfirleitt tekur styttri tíma að jafna sig eftir meðferðina.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Fyrstu tvær vikurnar eftir meðferð þarf að forðast sól og ljósabekki. Ef verið er í sól er mikilvægt að nota sólarvörn með SPF 30 í mánuð eftir meðferð. Auk þess er ráðlagt að sleppa líkamsrækt og sundi í tvo til þrjá daga.

Þessi unga kona kom til okkar í sex dermapen meðferðir vegna bóla og bóluöra. Takið einnig eftir að eftir meðferðina eru örin ekki einungis minna áberandi og bólurnar hættar að myndast, heldur er húðin öll þéttari og stinnari. Búast má við að árangur sé að koma fram næstu tvö árin. Í dag myndum við mæla með að taka eina til þrjár Perfect Derma ávaxtasýrur til viðbótar.
Bóka tíma