Húðin

Til að þér líði vel í eigin skinni

Hæ, takk fyrir innlitið!

Húðin er stærsta líffærið og endurspeglar oft á tíðum lífsreynslu okkar. Lífið leikur mismunandi við okkur og flest lendum við í aðstæðum sem geta sett mark sitt á húðina. Erfðir hafa líka mikið að segja um það hvernig húðin stenst tímans rás.

HÚÐIN er einungis með fagfólk í vinnu. Þar starfa læknir og hjúkrunarfræðingur sem eru með vottun fyrir öllum meðferðum sem í boði eru og veita faglega ráðgjöf sem miðar að því að viðhalda heilbrigðri húð. Við leggjum mikið upp úr faglegri og persónulegri þjónustu, notalegu andrúmslofti og að koma til móts við viðskiptavini. Við viljum að þér líði vel í eigin skinni.

Verið velkomin!

Panta tíma

Þú getur bókað tíma beint á netinu

Ertu með spurningu?

Sendu okkur línu og við svörum eins fljótt og við getum (timi@hudin.is).

Einnig er tekið á móti tímapöntunum í síma 519-3223

Við tökum vel á móti þér!
Nálgast má verðlista Húðarinnar hér

Húðbreytingar

Þurr húð

Þurr húð er algengt húðvandamál sem getur stafað af ýmsum orsökum. Til dæmis minnkar raki í húðinni með aldrinum og einnig geta umhverfisþættir ýtt undir þurrk.
lesa meira

Fínar og djúpar andlitslínur

Húðin getur byrjað að mynda línur eftir 25 ára aldur en þá byrjar kollagen og elastín að minnka í miðlagi húðarinnar. Það er einstaklingsbundið hve snemma og hve margar línur við myndum en ýmislegt getur hraðað þessu ferli svo sem umhverfisþættir en einnig spila erfðir hlutverk.
lesa meira

Slöpp húð

Þegar húðin tapar styrkleika (kollageni) og teygjanleika (elastíni) með aldrinum byrjar hún að síga fyrir tilstilli þyngdaraflsins og verður eins og númeri of stór. Aðrir þættir spila einnig hlutverk, eins og að húðfita, vöðvamassi og andlitsbein rýrna ásamt því að sumir umhverfisþættir hraða öldrunarferli húðarinnar.
lesa meira

Litabreytingar í húð

Litabreytingar í húð eru algeng sjón með hækkandi aldri. Þær geta komið fram sem sólarskemmdir, aldursblettir og ójafn litarháttur. Algengar orsakir litabreytinga eru sólböð, ljósabekkjanotkun og hormónabreytingar.
lesa meira

Háræðaslit

Háræðaslit eru ekki slitnar háræðar eins og nafnið bendir til, heldur víkka háræðarnar og verða sýnilegar undir húð. Yfirleitt er talið að samspil erfða og umhverfis spili hlutverk í myndun þeirra.
lesa meira

Rósroði

Rósroði er algengt húðvandamál sem lýsir sér sem roði í húð, aðallega á kinn, höku, nefi og enni. Hann getur komið og farið og oft verður hann varanlegur með hörundsroða, háræðasliti auk þess sem nabbar og bólur geta komið fram á roðasvæðinu.
lesa meira

Hárvöxtur og inngróin hár

Margir raka eða vaxa líkamshárin reglulega. Hárvöxtur getur verið hvimleiður, hvort heldur útlitslega, kláðavaldandi eða með inngrónum hárum.
lesa meira

Bólur og fílapenslar

Bólur og fílapenslar er algeng sjón á unglingsárum. Algengt er að bakterían p. acne og fleiri bakteríur taki bólfestu í fitukirtlum húðarinnar og stífli þá. Sumir fá bólur og fílapensla á öðrum aldursskeiðum og geta verið ýmsar ástæður fyrir því bæði hormóna- og umhverfisþættir.
lesa meira

Ör og slit

Fæstir komast í gegnum lífið án þess að fá ör, t.d. eftir áverka eða skurðaðgerð. Ör geta einnig myndast eftir bólur. Slit geta komið fram þegar húðin teygist hratt, t.d. þegar unglingar taka vaxtarkipp, fólk þyngist hratt eða konur ganga með barn.
lesa meira

Húðflúr

Þegar fólk fær sér húðflúr er litarefni komið fyrir djúpt í húðinni og er því um varanlegan lit að ræða. Ekki er óalgengt að fólk sjái eftir að hafa fengið sér húðflúr síðar á ævinni.
lesa meira

Meðferðir

Fylliefni

Sérstakt náttúrulegt fylliefni sem bindur vatn í húðinni og gefur henni aukinn þéttleika og raka er notað. Það minnkar andlitslínur, gefur frísklegra yfirbragð og fyllingu í varir. Einnig er það notað til þess að byggja upp varir og gefa fyllingu í andlit, handarbak, háls og grynnka ör.
lesa meira

Laser

Í lasermeðferðum eru notaðir geislar af björtu ljósi sem geta lagað ýmsar húðbreytingar ásamt því að örva nýmyndun kollagens og elastíns. Algengustu húðbreytingarnar sem eru meðhöndlaðar með laser eru andlitslínur, slöpp húð, háræðaslit, rósroði, sólarskemmdir, ör, og slit. Með laser er einnig hægt að eyða hvimleiðum hárvexti.

  1. LASERLYFTING (Andlitslyfting án skurðaðgerðar)
  2. HÚÐÞÉTTING (Cinderella)
  3. LASERHÁREYÐING
  4. LASERMEÐFERÐ VIÐ RÓSROÐA, HÁRÆÐASLITI, LITABREYTINGUM
  5. LASERMEÐFERÐ VIÐ DJÚPUM LÍNUM, ÖRUM OG SLITI
  6. HÚÐFLÚREYÐING MEÐ LASER

lesa meira

Húðslípun

Notað er demantshúðslípunartæki sem fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun ysta lags húðarinnar. Meðferðin virkar vel á þurra húð og gefur henni aukinn ljóma. Einnig virkar hún á fínar línur, óhreina húð, bólur ásamt því að minnkar svitaholur.
lesa meira

Dermapen

Dermapen er meðferð sem vinnur á djúpum og fínum línum, slappri húð, blettum, opinni húð, örum (t.d. eftir unglingabólur) og sliti. Meðferðin byggir á fínum nálum sem vinna djúpt í húðinni og örva náttúrulega endurnýjun hennar, m.a. með því að auka myndun kollagens og elastíns sem leiðir til þess að húðin verður áferðarfallegri og þéttari.
lesa meira

Rauða dregils meðferðin (dermaboost)

Rauða dregils meðferðin, eða dermaboost, hefur slegið í gegn í Svíþjóð. Með örfínum nálum er farið grunnt í húðina og henni gefið gott “boost” með serum sem inniheldur hýalúrón-sýru og fleiri góð næringarefni. Meðferðin eykur raka í húð og kalla fram góðan ljóma ásamt því að draga úr litabreytingum og minnka fínar andlitslínur.
lesa meira

Ávaxtasýrumeðferð

Notaðar eru ávaxtasýrur sem vinna vel á ýmsum húðvandamálum, til dæmis bólum, fílapenslum, örum og litabreytingum. Einnig þéttir þessi meðferð húðina, vinnur á fínum og djúpum línum og gefur húðinni frísklegra yfirbragð og aukinn ljóma.
lesa meira

Húðin

Fagleg og persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi

Starfsfólk

Lára G. Sigurðardóttir,
læknir, grunnnám í skurðlækningum og doktor í lýðheilsuvísindum

Sigríður Arna Sigurðardóttir,
hjúkrunarfræðingur og förðunarfræðingur

Drífa Ísabella Davíðsdóttir,
hjúkrunarfræðingur

Esther Helga Ólafsdóttir,
móttökuritari og förðunarfræðingur

Verðlisti

Nafn Verð
Húðslípun
Andlit 10.990
Andlit og háls 13.990
Lúxushúðslípun
Andlit 14.990
Andlit og háls 17.990
Jan Marini Ávaxtasýrur
Eitt svæði, andlit, háls eða bringa 13.990
Andlit og háls 17.990
Andlit, háls og bringa 21.990
Perfect Derma Ávaxtasýrur
Andlit og háls 29.990
Dermapen (Örnálameðferð)
Andlit með maska 30.990
Andlit með maska + ávaxtasýrur 35.990
Andlit og háls með maska 34.990
Andlit og háls með maska + ávaxtasýrur 39.990
Hálft andlit 22.990
Kinnar 16.990
Augnsvæði 16.990
Háls með maska 22.990
Bringa 16.990
Háls og bringa með maska 27.990
Handarbök með maska 22.990
Dermapen maski 4.990
Rauða dregils meðferðin (dermaboost)
Andlit 19.990
Andlit og háls 22.990
Fylling
1 ml sprauta 59.990
0,5 ml sprauta 39.990
Húðþétting (Cinderella)
Andlit 15.990
Andlit og háls 17.990
LASERMEÐFERÐIR
Laserlyfting (clearlift)
Andlit 59.990
Andlit og háls 69.990
Neðra andlit 49.990
Neðra andlit og háls 59.990
Augnsvæði 19.990
Háls 49.900
handarbak 29.990
Laserlyfting tvær meðferðir saman (ClearLift og ClearSkin)
Andlit 79.990
Andlit og háls 89.990
Neðra andlit 59.990
Neðra andlit og háls 79.990
Augnsvæði 29.990
Háls 59.900
Laserlyfting (Er:YAG, öflugasti laserinn)
Andlit 89.990
Andlit og háls 99.990
Neðra andlit 59.990
Neðra andlit og háls 89.990
Háls 59.900
Háreyðing
Fótleggir 17.990
Lærleggir 19.990
Nári og niður 31.990
Bikiní 15.990
Brasilískt 20.990
Undir hendur 15.990
Neðra andlit og háls 17.990
Efri vör og eða haka 12.990
Bak hluti 18.990
Bak allt 31.990
Höfuð 20.990
Háræðaslit
Andlit minna 14.990
Andlit meira 18.990
Fætur minna 18.990
Fætur meira 24.990
Rósroði 18.990
Litabreytingar
Sólarskemmdir minni 14.990
Sólarskemmdir meiri 19.990
Húðflúreyðing
Lítið svæði (á stærð við frímerki eða minna) 14.990
Miðlungssvæði (á stærð við lófa eða minna) 19.990
Stórt svæði (á stærð við A4 blað eða minna) 28.990
Augabrúnir 17.990
Ráðgjöf 5.000
20% afsláttur ef staðgreitt er fyrir fjórar meðferðir

Hafa Samband