Stjörnumeðferðin

Stjörnumeðferðin

Hvað er Stjörnumeðferðin?

Stjörnumeðferðin er húðmeðferð þar sem notaðar eru sýrur sem ganga undir nafninu PRX-T33. T33 vísar til TCA (trichloroacetic acid) sýru sem lengi hefur verið notuð til þess að meðhöndla litabreytingar, ör og líflausa húð. Í PRX-T33 er auk þess vetnisperoxíð og Kojic sýra sem upphefur virkni TCA og kemur í veg fyrir aukaverkanir sem voru þekktar eftir eldri gerðir af TCA. Sýrurnar eru kröftugar og ná niður í miðlag húðarinnar þar sem þær örva uppbyggingu kollagens ásamt því að stuðla að viðgerð og endurnýjun ysta húðlagsins. Þær eru þeim kostum gæddar að þeim fylgir einungis mjög vægur roði og oftast nær verður lítil sem engin flögnun.  PRX-T33 sýrurnar henta vel til þess að meðhöndla húðkvilla eins og slappa húð, fínar línur og hrukkur, þurra húð, litabreytingar, ör og húðslit (e. striae). Vegna fjölbreyttra eiginleika þessarar sýru og lítilla aukaverkana má segja að hún fái húðina til að glóa líkt og stjarna.

Er eitthvað sem ég þarf að huga að fyrir meðferð?

Meðferðin er öflug og ef þú ert með viðkvæma húð gæti verið gott að ráðfæra sig við starfsfólk stofunnar hvort að hún henti þér. Stundum hentar betur að byrja á vægari sýrumeðferð, eins og Jan Marin ávaxtasýrumeðferðinni.

Meðferðin hentar ekki ef:

  • þú ert með ofnæmi/viðkvæmni fyrir virkum innihaldsefnum: TCA, vetnisperoxíð eða Kojic sýru.
  • húð þín er ofurviðkvæm eða með opið sár eða sýkingu.

Athugið að hætta skal notkun retinóíða tveimur vikum fyrir meðferð og á meðan meðferð stendur.

Ef saga er um herpes-sýkingu, þá getur verið ástæða til að gefa fyrirbyggjandi veirulyf þremur dögum fyrir meðferð. Starfsfólk stofunnar getur ráðlagt þér hvort ástæða sé til þess.

Hversu mörg skipti þarf ég?

Stjörnumeðferðin er áhrifaríka en ávallt er persónubundið hversu fljótt áhrif koma fram (fer m.a. eftir ástandi húðar). Hægt er að taka eitt skipti en meðferð samanstendur venjulega af þremur til fimm skiptum með vikna millibili.

Ef vinna á sérstaklega með þéttni húðarinnar og öramyndun/bættri áferð er mælt með að taka samsetta meðferð af Stjörnumeðferðinni og Dermapen örnálameðferð til skiptis (alls sex meðferðir, þrjár af hvorri).

Hve lengi er ég að jafna mig?

Í meðferðinni er húðin hreinsuð og sýrurnar nuddaðar vel inn í húðina. Mælt er með því að hafa sýrur á andliti í nokkra klukkutíma eða fram á kvöld ef þær þolast vel. Algengt er að finna fyrir vægum sviða og roða. Ef einkenni ágerast má þvo sýrur af með volgu vatni og bera á sig gott rakakrem. Mikilvægt er að halda góðum raka að húðinni þar sem að hún er að endurnýja sig og gæti orðið þurr á meðan á því stendur í nokkra daga. Eftir u.þ.b. viku má sjá bætta áferð húðar, þéttleika og jafnari lit.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Mikilvægt er að forðast sólböð, ljósabekki og brúnkukrem í tvær vikur eftir meðferð.

Forðast skal heit böð (>38c) í  a.m.k. tvo daga eða þangað til að bólga er horfin.

Bíða skal með líkamsrækt og sund meðferðardaginn.

Notir þú retinóíða (t.d. retinól) skaltu hvíla þig á þeim í tvær vikur fyrir meðferð og meðan á meðferð stendur. 

Samanburður á húð fyrir og eftir fimm Stjörnumeðferðir sem voru með viku millibili. Seinni myndin er tekin mánuði eftir lok meðferðar.

Aðrar húðmeðferðir

Laser fyrir bólur og bóluör

Laser fyrir bólur og bóluör

Hvað er Clearskin? Clearskin er lasermeðferð sem að er notuð til að meðhöndla bólur og ör eftir bólur. Ljósið myndar…

Read More
Stjörnumeðferðin

Stjörnumeðferðin

Stjörnumeðferðin Hvað er Stjörnumeðferðin? Stjörnumeðferðin er húðmeðferð þar sem notaðar eru sýrur sem ganga undir nafninu PRX-T33. T33 vísar til…

Read More
Kristals- og demantshúðslípun

Kristals- og demantshúðslípun

Kristals- og Demantshúðslípun Hvernig virkar húðslípun? Notað er demantshúðslípunartæki sem fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun ysta lags húðarinnar. Meðferðin…

Read More
Laser Litabreytingar/Sólarskemmdir

Laser Litabreytingar/Sólarskemmdir

Laser Litabreytingar/Sólarskemmdir Hvernig virkar laser fyrir litabreytingar? Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni. Ónæmiskerfið sér…

Read More
Laser Rósroði

Laser Rósroði

Laser Rósroði Hvernig fer meðferðin fram? Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni og háræðar í…

Read More
Laser Háræðaslit

Laser Háræðaslit

Laser Háræðaslit Hvað er laser háræðaslit? Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni og háræðar í…

Read More
Laser Húðflúreyðing

Laser Húðflúreyðing

Laser Húðflúreyðing Hvað er húðflúreyðing? Meðferðin byggir á ljósgeisla sem nemur húðflúrliti djúpt í húðinni og brýtur þá niður í…

Read More
Laser Háreyðing

Laser Háreyðing

Laser Háreyðing Hvað er háreyðing? Um er að ræða bjart ljós sem fer niður í hársekki og eyðileggur þá þannig…

Read More
Laser Andlitslyfting

Laser Andlitslyfting

Laser Andlitslyfting Hvað er laser andlitslyfting? Í laserlyftingu er bjart ljós sent niður í miðlag húðarinnar til að örva nýmyndun…

Read More
Cinderella Húðþétting

Cinderella Húðþétting

Cinderella Hvað er cindarella? Meðferðin er ekki eiginleg lasermeðferð heldur byggir á nær-innrauðu ljósi sem hitar húðina á þægilegan máta…

Read More
Laser upplýsingar

Laser upplýsingar

Laser upplýsingar Hvað er lasermeðerð? Í lasermeðferðum eru notaðir geislar af björtu ljósi sem geta lagað ýmsar húðbreytingar ásamt því…

Read More
Perfect Derma

Perfect Derma

Perfect Derma Hvað er Perfect Derma? Perfect Derma mætti þýða sem fullkomin húð, enda er þetta ávaxtasýrumeðferð sem blæs nýju…

Read More
Ávaxtasýrur Jan Marini

Ávaxtasýrur Jan Marini

Ávaxtasýrur Jan Marini Hvað eru Jan Marini ávaxtasýrur? Jan Marini ávaxtasýrur er vinsæl meðferð sem gefur húðinni góðan raka og…

Read More
Hýalúrónsýru fylliefni

Hýalúrónsýru fylliefni

Hýalúrónsýru fylliefni Hvað er hýalúrónsýru fylliefni? Hýalúrónsýru fyllefni er náttúrulegt rakaefni húðarinnar en hýalúrónsýra bindur vatn í húðinni allt að…

Read More
Rauða dregils meðferðin

Rauða dregils meðferðin

Rauða dregils meðferðin Hvað er Rauða dregils meðferð? Rauða dregils meðferðin, eða dermaboost, hefur slegið í gegn í Svíþjóð. Með…

Read More
Dermapen örnálameðferð

Dermapen örnálameðferð

Dermapen örnálameðferð Hvað er dermapen? Dermapen er meðferð sem vinnur á djúpum og fínum línum, slappri húð, blettum, opinni húð,…

Read More

Leave a Reply