Slöpp húð

Þegar húðin tapar styrkleika (kollageni) og teygjanleika (elastíni) með aldrinum byrjar hún að síga fyrir tilstilli þyngdaraflsins og verður eins og númeri of stór. Eftir sem við eldumst minnkar einnig rúmmál andlitsvöðvanna ásamt því að andlitsbeinin visna og hrörna. Við getum unnið á móti þessum breytingum með því að gera andlitsæfingar – stækka andlitsvöðvana – en það gefur húðinni auka fyllingu.
Við bjóðum upp á eftirfarandi meðferðir sem styrkja húðina:
Fylliefnið er hægt að nota til að gefa meiri fyllingu yfir kinnbeinum og við það lyftist oft einnig húðin á neðri hluta andlits. Einnig er hægt að gefa húðinni raka og fyllingu með því að sprauta fyllingu beint undir húðina. Algengustu svæðin eru kinnar og handarbök.
- Dermapen vinnur djúpt í húðinni og örvar myndun kollagens og elastíns, sem gerir húðina þéttari og stinnari.
- Laser virkar með því að lyfta og þétta húð á andliti og hálsi, án skurðaðgerðar.
“Ef þú sefur á bakinu þá sléttist úr húðinni og þyngdaraflið dregur húðina að andlitsbeinunum. Að sofa á bakinu getur þannig minnkað ásýnd andlitslína.”
“Bandvefsþræðir tengja húðina við undirliggjandi vöðva og því geta reglulegar æfingar sem styrkja slappa vöðva dregið húðina með sér. Dæmi um það er undirhaka sem hægt er að minnka með því að æfa platysma og aðra vöðva undir hökunni.”
Önnur húðvandamál
Andlitslínur
Andlitslínur Húðin getur byrjað að mynda línur eftir 25 ára aldur en þá byrjar kollagen og elastín að minnka í...
Read MoreÖr og Slit
Ör og slit Fæstir komast í gegnum lífið án þess að fá ör, t.d. eftir áverka eða skurðaðgerð. Ör geta...
Read MoreLitabreytingar í húð
Litabreytingar í húð Litabreytingar í húð eru algeng sjón með hækkandi aldri. Þær geta komið fram sem sólarskemmdir, aldursblettir og...
Read MoreHáræðaslit
Háræðaslit Háræðaslit eru ekki slitnar háræðar eins og nafnið bendir til, heldur víkka háræðarnar og verða sýnilegar undir húð. Yfirleitt...
Read MoreHárvöxtur og inngróin hár
Hárvöxtur og inngróin hár Hárvöxtur getur verið hvimleiður, hvort heldur útlitslega, kláðavaldandi eða með inngrónum hárum. Það er orðið algengara...
Read MoreBólur og fílapenslar
Bólur og fílapenslar Bólur og fílapenslar er algeng sjón á unglingsárum. Algengt er að bakterían p. acne og fleiri bakteríur...
Read More