Perfect Derma

Perfect Derma

Hvað er Perfect Derma?

Perfect Derma mætti þýða sem fullkomin húð, enda er þetta ávaxtasýrumeðferð sem blæs nýju lífi í húð sem er farin að eldast og meðhöndlar ýmiss húðvandamál. Hún vinnur meðal annars á þurrki, fínum og djúpum línum, litabreytingum, minnkar svitaholur og gefur ljóma. Einnig hentar hún vel fyrir bólur og ör.  Meðferðin inniheldur blöndu af sex öflugum sýrum og andoxunarefninu glútaþíón sem er jafnan tengt við æskuljóma.  Hún endurnýjar ysta lag húðar ásamt því að örva kollagen til að gera við og endurnýja húðina og koma jafnvægi á frumuskiptingu. 

Meðferðin fer þannig fram að sýrur eru bornar á húð og tekur meðferðin um 30 mín. Sýrurnar eru látnar liggja á húð í sex tíma eða fram á næsta morgunn ef þolir, en þú færð með þér pakka sem inniheldur tvo hreinsiklúta, rakakrem með vægum stera og sólarvörn sem borið er á húð dagana á eftir.

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?

Meðferðin er kröftug og vinnur djúpt í húðinni. Ef þú ert með viðkvæma húð er gott að ráðfæra sig við starfsfólk stofunnar hvort hún henti þinni húðgerð. 

Meðferðin hentar ekki ef eitthvað ef þú:

Ert þunguð eða með barn á brjósti 

Hefur tekið inn sterk bólulyf svo sem decutan. Þá er nauðsynlegt að bíða í sex mán áður en farið er í meðferðina.

Ofnæmi fyrir aspiríni/asetýlsalicsýru.

Ert með veikt ónæmiskerfi eða sjálfsofnæmi.

Ert á lyfja eða geislameðferð vegna krabbameins.

Ef saga um herpes þá gefum við fyrirbyggjandi veirulyf, byrjum þremur dögum fyrir meðferð.

Hvenær má ég búast við að sjá árangur?

Árangur hefur verið mjög góður og þú getur séð mun eftir eitt skipti.  Árangur er þó alltaf einstaklingsbundinn.

Hversu mörg skipti þarf ég?

Mælt er með að taka þrjú skipti á mánaðar fresti og koma svo árlega til að viðhalda árangri.

Hvað lengi er ég að jafna mig?

Þú getur gert ráð fyrir að vera um sjö daga að jafna þig. Fyrsta sólarhringinn getur verið talsverður roði og sviði. Húðin byrjar svo að flagna á 3. degi og á 6.-7.degi kemur hún eins og ný undan.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Mjög mikilvægt er að forðast sólböð, ljósabekki og brúnkukrem í a.m.k. tvær vikur eftir meðferð.

Forðist heit böð, sturtur eða gufuböð (yfir 38°C) í  amk tvo daga eða þangað til bólga er horfin. 

Forðist líkamsrækt og sund í amk tvo daga. 

Hér er sýnt frá Perfect Derma ávaxtasýru meðferðinni

Aðrar húðmeðferðir

Laser fyrir bólur og bóluör

Laser fyrir bólur og bóluör

Hvað er Clearskin? Clearskin er lasermeðferð sem að er notuð til að meðhöndla bólur og ör eftir bólur. Ljósið myndar…

Read More
Stjörnumeðferðin

Stjörnumeðferðin

Stjörnumeðferðin Hvað er Stjörnumeðferðin? Stjörnumeðferðin er húðmeðferð þar sem notaðar eru sýrur sem ganga undir nafninu PRX-T33. T33 vísar til…

Read More
Kristals- og demantshúðslípun

Kristals- og demantshúðslípun

Kristals- og Demantshúðslípun Hvernig virkar húðslípun? Notað er demantshúðslípunartæki sem fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun ysta lags húðarinnar. Meðferðin…

Read More
Laser Litabreytingar/Sólarskemmdir

Laser Litabreytingar/Sólarskemmdir

Laser Litabreytingar/Sólarskemmdir Hvernig virkar laser fyrir litabreytingar? Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni. Ónæmiskerfið sér…

Read More
Laser Rósroði

Laser Rósroði

Laser Rósroði Hvernig fer meðferðin fram? Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni og háræðar í…

Read More
Laser Háræðaslit

Laser Háræðaslit

Laser Háræðaslit Hvað er laser háræðaslit? Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni og háræðar í…

Read More
Laser Húðflúreyðing

Laser Húðflúreyðing

Laser Húðflúreyðing Hvað er húðflúreyðing? Meðferðin byggir á ljósgeisla sem nemur húðflúrliti djúpt í húðinni og brýtur þá niður í…

Read More
Laser Háreyðing

Laser Háreyðing

Laser Háreyðing Hvað er háreyðing? Um er að ræða bjart ljós sem fer niður í hársekki og eyðileggur þá þannig…

Read More
Laser Andlitslyfting

Laser Andlitslyfting

Laser Andlitslyfting Hvað er laser andlitslyfting? Í laserlyftingu er bjart ljós sent niður í miðlag húðarinnar til að örva nýmyndun…

Read More
Cinderella Húðþétting

Cinderella Húðþétting

Cinderella Hvað er cindarella? Meðferðin er ekki eiginleg lasermeðferð heldur byggir á nær-innrauðu ljósi sem hitar húðina á þægilegan máta…

Read More
Laser upplýsingar

Laser upplýsingar

Laser upplýsingar Hvað er lasermeðerð? Í lasermeðferðum eru notaðir geislar af björtu ljósi sem geta lagað ýmsar húðbreytingar ásamt því…

Read More
Perfect Derma

Perfect Derma

Perfect Derma Hvað er Perfect Derma? Perfect Derma mætti þýða sem fullkomin húð, enda er þetta ávaxtasýrumeðferð sem blæs nýju…

Read More
Ávaxtasýrur Jan Marini

Ávaxtasýrur Jan Marini

Ávaxtasýrur Jan Marini Hvað eru Jan Marini ávaxtasýrur? Jan Marini ávaxtasýrur er vinsæl meðferð sem gefur húðinni góðan raka og…

Read More
Hýalúrónsýru fylliefni

Hýalúrónsýru fylliefni

Hýalúrónsýru fylliefni Hvað er hýalúrónsýru fylliefni? Hýalúrónsýru fyllefni er náttúrulegt rakaefni húðarinnar en hýalúrónsýra bindur vatn í húðinni allt að…

Read More
Rauða dregils meðferðin

Rauða dregils meðferðin

Rauða dregils meðferðin Hvað er Rauða dregils meðferð? Rauða dregils meðferðin, eða dermaboost, hefur slegið í gegn í Svíþjóð. Með…

Read More
Dermapen örnálameðferð

Dermapen örnálameðferð

Dermapen örnálameðferð Hvað er dermapen? Dermapen er meðferð sem vinnur á djúpum og fínum línum, slappri húð, blettum, opinni húð,…

Read More

Leave a Reply