Laser Háreyðing

Hvað er háreyðing?
Um er að ræða bjart ljós sem fer niður í hársekki og eyðileggur þá þannig að hárin hætta að vaxa. Margir raka hárin eða fara reglulega í vax sem getur valdið því að hárin verða grófari og jafnvel inngróin. Eftir háreyðingu með laser verða hárin fínlegri, þau hætta að vaxa og inngróin hár hætta að myndast. Mikilvægt er að raka hárin kvöldið fyrir meðferð – nema fyrir háreyðingu í andliti hjá konum.
Hver er árangurinn?
Oftast sést árangur fljótlega eftir fyrstu meðferð. Það hægir á hárvexti, hárum fækkar og þau verða fínlegri. Því grófari og dekkri sem hárin eru og húðin ljósari, því fyrr sést venjulega árangur. Laserháreyðing er varanleg en flestir koma árlega til að halda henni við.
Hvað þarf ég mörg skipti?
Það er einstaklingsbundið hve mörg skipti þarf og fer oft eftir húðlit og hárum. Algengast er að taka sex til tíu skipti.
Hvað er ég lengi að jafna mig?
Háreyðing er yfirleitt sársaukalaus meðferð. Laserinn veldur hita í húð en í meðferðinni er notuð kæling sem dregur úr óþægindum. Eftir meðferð getur myndast vægur roði sem gengur venjulega til baka á einum sólarhring. Ef hiti er í húðinni getur hjálpað að bera á Aloe Vera gel.
Einstaka sinnum koma fram ofnæmisviðbrögð með kláða og útbrotum, sem ganga yfir á nokkrum dögum. Þá gildir að taka inn ofnæmislyf eins sem fást án lyfseðils í apótekum og kæla eftir þörfum. Mikilvægt er að hafa alveg hreina húð fyrir meðferðina, fara í sturtu áður og gæta þess að bera ENGIN krem á svæðið.


Aðrar húðmeðferðir
Kristals- og demantshúðslípun
Kristals- og Demantshúðslípun Hvernig virkar húðslípun? Notað er demantshúðslípunartæki sem fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun ysta lags húðarinnar. Meðferðin…
Read MoreLaser Litabreytingar/Sólarskemmdir
Laser Litabreytingar/Sólarskemmdir Hvernig virkar laser fyrir litabreytingar? Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni. Ónæmiskerfið sér…
Read MoreLaser Rósroði
Laser Rósroði Hvernig fer meðferðin fram? Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni og háræðar í…
Read MoreLaser Háræðaslit
Laser Háræðaslit Hvað er laser háræðaslit? Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni og háræðar í…
Read MoreLaser Húðflúreyðing
Laser Húðflúreyðing Hvað er húðflúreyðing? Meðferðin byggir á ljósgeisla sem nemur húðflúrliti djúpt í húðinni og brýtur þá niður í…
Read MoreLaser Háreyðing
Laser Háreyðing Hvað er háreyðing? Um er að ræða bjart ljós sem fer niður í hársekki og eyðileggur þá þannig…
Read MoreLaser Andlitslyfting
Laser Andlitslyfting Hvað er laser andlitslyfting? Í laserlyftingu er bjart ljós sent niður í miðlag húðarinnar til að örva nýmyndun…
Read MoreCinderella Húðþétting
Cinderella Hvað er cindarella? Meðferðin er ekki eiginleg lasermeðferð heldur byggir á nær-innrauðu ljósi sem hitar húðina á þægilegan máta…
Read MoreLaser upplýsingar
Laser upplýsingar Hvað er lasermeðerð? Í lasermeðferðum eru notaðir geislar af björtu ljósi sem geta lagað ýmsar húðbreytingar ásamt því…
Read MoreÁvaxtarsýrur Perfect Derma
Ávaxtarsýrur Perfect Derma Hvað er Perfect Derma? Perfect Derma ávaxtasýrumeðferð blæs nýju lífi í húð sem er farin að eldast…
Read MoreÁvaxtasýrur Jan Marini
Ávaxtasýrur Jan Marini Hvað eru Jan Marini ávaxtasýrur? Jan Marini ávaxtasýrur er vinsæl meðferð sem gefur húðinni góðan raka og…
Read MoreHýalúrónsýru fylliefni
Hýalúrónsýru fylliefni Hvað er hýalúrónsýru fylliefni? Hýalúrónsýru fyllefni er nát´túrulegt rakaefni húðarinnar en hýalúrónsýra bindur vatn í húðinni allt að…
Read MoreRauða dregils meðferðin
Rauða dregils meðferðin Hvað er Rauða dregils meðferð? Rauða dregils meðferðin, eða dermaboost, hefur slegið í gegn í Svíþjóð. Með…
Read MoreDermapen örnálameðferð
Dermapen örnálameðferð Hvað er dermapen? Dermapen er meðferð sem vinnur á djúpum og fínum línum, slappri húð, blettum, opinni húð,…
Read More