Hvernig virkar augnhárapermanett?
Meðferðin gerir augnhárin mjög falleg. Þau fá meira sveigju og augnsvæðið verður opnara.
Augnsvæðið er hreinsað. Púðar settir á augnlok, augnhárin límd á púðana og greitt beint upp. Efnið er síðan sett á og látið liggja á í 15 mín. Þar næst er festir settur á og látinn bíða í aðrar 15 mín. Augnhárin eru lituð og í lokin er sett nærandi serum.
Í sömu meðferð er einnig hægt að fá litun og mótun á augabrúnum.
Hve mörg skipti þarf ég?
Það er nóg að koma einu sinni. Meðferðin tekur um 45 mín og endist í um 4-8 vikur.
Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?
Mikilægt er að bleyta ekki augnhárin í um 24 klst eftir meðferðina. Forðast sund, líkamsrækt, sturtu, gufubað og heitann pott.
Forðast skal hreinsivörur eða farða á augnhárin fyrstu 24 klst eftir meðferð.
Mikilvægt er að nota augnháranæringu reglulega í ekki sjaldnar en tvisvar í viku. Gott er að greiða yfir hárin á morgnana.