Lýsing
Húðbókin
Í Húðbókinni finnurðu allt sem þú þarft að vita um húðina. Fjallað er um hvað hægt er að gera til að viðhalda heilbrigi hennar ss lífsvenjur, næring, húðmeðferðir og fleira. Einnig eru margar hollar og góðar uppskriftir sem innihalda vítamín og fleira sem eru húðinni nauðsynleg.
Jan Marini Skin Care Management System
Jan Marini Skin Care Management System (SCMS) er vinsælasta varan hjá Jan Marini. Kassinn inniheldur öflugar vörur sem notaðar eru í fimm skrefum. Allt frá hreinsi til sólarvarnar. Vörurnar innihalda ávaxtasýrur, andoxunarefni og ýmis vítamín, peptíð og rakaefni sem draga úr öldrunareinkennum húðar svo sem hrukkum og litabreytingum. Einnig draga þær úr bólum, þétta húð, minnka svitaholur og gera húðina sérlega mjúka og ljómandi. Kassinn er bæði til fyrir þurra húð, blandaða og feita.