Tilboðskassi fyrir venjulega og blandaða húð

29.521kr.

Jan Marini Skin Care Management System (SCMS) er vinsælasta varan hjá Jan Marini. Kassinn inniheldur öflugar vörur sem notaðar eru í fimm skrefum. Allt frá hreinsi til sólarvarnar. Vörurnar innihalda ávaxtasýrur, andoxunarefni og ýmis vítamín, peptíð og rakaefni sem draga úr öldrunareinkennum húðar svo sem hrukkum og litabreytingum. Einnig draga þær úr bólum, þétta húð, minnka svitaholur og gera húðina sérlega mjúka og ljómandi. Hentar fyrir venjulega og blandaða húð.

Flokkur:

Lýsing

Jan Marini tilboðskassi – Skin Care Management System (SCMS) er vinsælasta varan hjá Jan Marini. Kassinn inniheldur öflugar vörur sem notaðar eru í fimm skrefum. Allt frá hreinsi til sólarvarnar. Vörurnar innihalda ávaxtasýrur, andoxunarefni og ýmis vítamín svo sem C- vítamín, vaxtarþætti, peptíð og rakaefni sem draga úr öldrunareinkennum húðar svo sem hrukkum og litabreytingum. Einnig draga þær úr bólum, þétta húð, minnka svitaholur og gera húðina sérlega mjúka og ljómandi. Hentar fyrir venjulega og blandaða húð.

Innihald pakkans:

Bioglycolic ávaxtasýruhreinsir sem inniheldur glycolic sýru. Hreinsar vel hársekki og endurnýjar ysta lag húðar svo aðrar húðvörur komist betur inn í húð. Áferð húðar verður hrein, silkimjúk og rakakennd.

C- vítamín serum andoxunarblanda af efnum eins og C- vítamin og DMAE sem dregur úr línum og jafnar húðlit.

Bioclear ávaxtasýrukrem sem inniheldur m.a ávaxtasýrublöndu sem gerir húðina silkikennda, mjúka og ljómandi.

Transformation andlitskrem sem er sérlega rakagefandi andlitskrem með sérvöldum efnum fyrir húðina svo sem vaxtarþáttum, peptíðum og andoxunarþáttum sem gera við skemmdar frumur og minnkar sýnileg öldrunarmerki. Árangur kemur strax fram og húðin verður mjúk og silkikennd.

Sólarvörn Antioxidant Daily Face Protectant SPF 33 sem er breiðvirk sólarvörn SPF 30 sem inniheldur andoxunarefni og bæði UVA og UVB sem ver húðina fyrir óæskilegum áhrifum sólarljóss. Mjög rakagefandi og hentar öllum húðgerðum. Inniheldur efni sem koma í veg fyrir bólur.

Notkun: Má nota bæði kvölds og morgna.