Lýsing
Jan Marini er vinsæl húðlína sem lýta- og húðlæknar í Kaliforníu velja inn á sínar stofur. Hún var stofnuð árið 1994 og hefur algjörlega slegið í gegn. Ástæðan er sú að á bak við línuna eru vel ígrundaðar rannsóknir og hver vara inniheldur virk efni sem sýnt hefur verið fram á að dragi fram fallega áferð húðar ásamt því að vinna á öldrun og algengum húðbreytingum.
Jan Marini fæst nú í fyrsta sinn á Íslandi hjá HÚÐINNI. Vörurnar eru ætlaðar öllum húðgerðum, bæði til að lífga upp á húðina, viðhalda heilbrigði, vinna á öldrun og á ákveðnum húðbreytingum svo sem sólarskemmdum, örum, bólum og rósroða.
Vörurnar eru hugsaðar í 5 skrefum:
1. Hreinsa
2. Lífga uppá
3. Endurnýja
4. Rakagefandi
5. Verja.
Einnig eru sérstakar húðvörur sem vinna á sérstökum húðvandamálum
Vörurnar innihalda allt það sem húðin þarf til að viðhalda heilbrigði hennar og draga fram ljóma svo sem C- vítamin serum, peptíð, vaxtarþætti, AHA og BHA ávaxtasýrur, raka og sólarvörn. Einnig er hægt að fá virk efni svo sem Retinol og kröftug andoxunarefni. Vörurnar eru án Parabena.
Hægt er að fá vörur fyrir hvert svæði fyrir sig svo sem andlit, háls, augu, varir, hendur og líkama.
Vinsælast í línunni er sérstakir tilboðskassar – Skin Care Management System (SCMS) sem kemur í tveimur mismunandi samsetningu, fyrir þurra/mjög þurra og venjulega/blandaða húð. Kassarnir innihalda 5 húðvörur sem eru ávaxtasýrurhreinsir, C-vítamin serum, ávaxtasýrukrem, rakakrem og sólravörn.