Age Intervention Retinol Plus andlitskrem

12.685kr.

Kröftugt krem sem inniheldu retinól ásamt peptíðum, andoxunarefnum og rakagefandi efnum til að ná hámarksárangri. Vinnur á fínum línum og hrukkum, sólarskemmdum og gefur húðinni fallega og heilbrigða áferð. Hentar öllum húðgerðum.

 

 

Flokkur:

Lýsing

Kröftugt krem sem inniheldur retinól, sem örvar kollagen nýmyndun. Önnur virk efni eru peptíð, andoxunarefni og rakagefandi efni sem tryggja hámarksárangur. Vinnur á fínum línum og hrukkum, sólarskemmdum, gefur húðinni fallega og heilbrigða áferð og góðan ljóma. Retinól skipa hlutverk í endurnýjun húðarinnar, viðgerð og hefur yngingaráhrif á frumur. Retinól eru virkasta form Vítamíns A sem hægt er að kaupa án lyfseðils og af mismunandi retinólum þá nýtir húðin best All-trans-retinol sem breytist í húðinni í retinósýru (e. retinoic acid) sem er virkasta form A-vítamíns. Retinol Plus inniheldur vægari styrkleika af all-trans-retinol en Retinol Plus MD og hentar því betur þeim sem eru með viðkvæma húð eða eru að byrja að nota retinó. Rannsóknir hafa sýnt að retinól dregur úr sýnilegum öldrunareinkennum eins og fínum línum og jafnar áferð húðarinnar.  Hentar öllum húðgerðum

Notkun: getur valdið roða og ertingu. Gott getur verið að byrja að nota kremið 2-3 sinnum í viku og auka smá saman. Má nota kvölds og morgna ef viðkomandi þolir.

Ath. Mikilvægt er að nota sólarvörn samhliða kremi. Ekki ætlað á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf.

Innihaldsefni: All-Trans-Retinol. Peptíð. Green Tea Extract. Chrysin. Bisabolol. NHS. Hyaluronic Acid. Shea Butter.