Hvað eru fjölnúkleótíð?
Fjölnúkleótíð (e. polynucleotied), sem eru unnin úr silungasvilum, fjölga bandvefsfrumum í leðurhúð og örvar þær til að framleiða meira utanfrumuefni, t.d. kollagen og elastín, sem hefur yngingaráhrif á húðina. Rannsóknir sýna einnig að fjölnúkleótíð draga úr litabreytingum, minnka bólgu og bæta árangur af öðrum húðmeðferðum. Auk þess stuðla þau að raka og draga úr sindurefnum í húð. Hægt er að meðhöndla andlit, háls, bringu og handarbök.
Fjölnúkleótíð henta til að meðhöndla:
- Fínar línur og slappa húð
- Þurra húð
- Bauga undir augum
- Rósroða
- Ör
- Litabreytingar
Fjölnúkleótíða-meðferðin byggir á 70 ára rannsóknarvinnu og hafa yfir 100 rannsóknir veirð birtar um ágæti þess. Notuð eru hágæða fjölnúkleótíð sem er framleidd eru úr silungasvilum undir ströngum gæðakröfum, þar sem tryggt hefur verið að engin aukefni leynist í vörunni.
FRÁBENDINGAR: Ofnæmi fyrir sjávarfangi, roði/bólga í húð og þungun/brjóstagjöf.
Hver er árangur meðferðarinnar?
Djúpt í húðinni gera fjölnúkleótíð við erfðaefni húðfruma og örva starfsemi þeirra til að framleiða m.a. kollagen og elastín. Því taka þau oft lengri tíma að virka í samanburði við hýalúrónsýru (t.d. Prophilo) en árangur varir lengur. Flestir upplifa mestan árangur innan 1 til 3 mánaða eftir nokkur skipti og kemur árangur fram í um hálft ár.
Hversu mörg skipti þarf ég?
Mælti er með 3 skiptum á 3 vikna millibili og svo einu sinni á 6 mánaða fresti til að viðhalda árangri. Ef öldrunareinkenni eru áberandi gagnast betur að taka 4 skipti á 1 til 2 vikna fresti og viðhaldsmeðferð á 3 mánaða fresti.
Hve lengi er ég að jafna mig?
Eftir meðferðina getur þú fundið fyrir litlum kúlum sem hverfa venjulega á nokkrum klukkustundum, allra síðast næsta dag. Möguleiki er á roða og bólgu sem hverfur venjulega næsta dag en getur tekið þrjá daga að hjaðna. Við öll inngrip er hætta á að mar myndist.
Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?
Mælt er með að sleppa líkamsrækt og sundi meðferðardaginn og forðast að snerta stungusvæðið í 3 klukkustundir eftir meðferðina. Það má bera farða á húðina að kvöldi meðferðardags.