Hvað er skinbooster?
Skinbooster er notaður til að fríska upp á húð. Húðin verður bæði þéttari og raki hennar eykst til muna. Um er að ræða hýalúrónsýru sem sprautað er undir húðina. Hún bindur vatn í húðinni allt að þúsundfalt og hefur þessi áhrif svo það kemur fram meiri ljómi, þéttleiki og frísklegra yfirbragð. Einnig örvar meðferðin collagen og elastín húðar.
Skinbooster er bæði notaður í andlit en einnig er hægt að sprauta honum í háls og handarbök.
Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?
Ef þú ert með ofnæmi fyrir deyfiefnum þá er mikilvægt að nefna það, því flest efnin innihalda staðdeyfiefni. Við getum sérpantað fylliefni án deyfiefna en það getur tekið nokkra daga að fá það afhent.
Allar meðferðir sem þarfnast inngrips geta valdið bólgu og mari. Það eru nokkur ráð sem þú getur farið eftir til að minnka líkur á mari og verðir fljótari að jafna þig. Ef þú ert á blóðþynningarlyfi þá mælum við með að gera hlé í 3-5 daga fyrir meðferð eða í samráði við þinni lækni. Ef þú tekur inn ómega-3 fitusýrur, lýsi eða bólgueyðandi lyf þá er gott að gera hlé í tvær vikur fyrir meðferð. Áfengi þynnir einnig blóðið og seinkað því að þú jafnir þig. Ef þú neytir áfengis er því ráðlagt að halda sig frá því í viku fyrir meðferð. Sama á við um reykingar.
Hve lengi endist meðferðin?
Mælt er með að byrja á einni meðferð og koma svo aftur eftir einn mánuð. Síðan er gott að koma á 6-12 mánaða fresti til að viðhalda árangri.
Hve lengi er ég að jafna mig?
Flestir geta mætt strax til vinnu en einstaka sinnum getur komið bólga eða mar sem lagast á á um viku. Flestir sjá árangur strax eftir meðferð en það tekur um mánuð að sjá lokaárangur meðferðarinnar.
Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?
Mikilvægt er að nudda EKKI svæðið daginn sem meðferð er framkvæmd og forðast að snerta svæðið í tvo tíma eftir meðferð. Þú mátt setja hyljara eftir tímana tvo og farða næsta dag. Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi daginn sem meðferð er framkvæmd.