Mesoestetic ávaxtasýrur
Hvað eru Mesoestetic ávaxtasýrur?
Mesoestetic® eru fremstir í flokki ávaxtasýra, en framleiðendur eru þekktir fyrir nákvæmni, sérhæfni og hratt bataferli. Sérstaða Mesoestetic® byggir einnig á því að valið er á milli nokkurra tegunda sýra, sem hver og ein inniheldur sérsniðna ávaxtasýrublöndu fyrir ákveðin vandamál, t.d. bólur, litabreytingar, vægan rósroða, öldrunareinkenni eða litabreytingar/slappa húð kringum augu. Auk þess gefa sýrurnar góðan raka og fallegan ljóma.
Í fyrsta tímanum metur meðferðaraðili húðina og velur sýrur sem henta viðkomandi. Meðferðin sjálf tekur um 45 mínútur og auk ávaxtasýranna eru notaðar gæðavörur frá Mesoestetic sem innihalda sérvalin efni fyrir húðina. Sýrurnar geta valdið vægum sviða en þú færð róandi maska sem gefur góðan raka og eykur árangur meðferðarinnar.
Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?
Meðferðin hentar flestum húðgerðum. Ef þú hefur tekið inn vítamín-A lyf við bólum (t.d. Decutan) er mikilvægt að bíða í sex mánuði áður en farið er í ávaxtasýrumeðferð þar sem húðin getur verið mjög viðkvæm. Einnig er meðferðin ekki ráðlögð fyrir barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti.
Hver er árangur meðferðarinnar?
Það er afar einstaklingsbundið hvenær árangur kemur í ljós og hve lengi hann endist en flestir sjá meiri ljóma og frísklegra yfirbragði eftir eina meðferð.
Hversu mörg skipti þarf ég?
Mælt er með 3-5 meðferðum með tveggja vikna millibili og síðan á sex mánaða fresti til að viðhalda árangri.
Hve lengi er ég að jafna mig?
Flestir eru fljótir að jafna sig eftir meðferðina. Oft er smá roði fyrst á eftir, sem hverfur á einum degi. Mikilvægt er að nota góð rakakrem á milli meðferða og mælum við með húðvörum frá Mesoestetic. Með því að nota vörurnar samhliða ávaxtasýrunum má búast við meiri árangri.
Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?
Það er mikilvægt að sleppa líkamsrækt og sundi meðferðardaginn. Forðast skal ljósabekki og mikilvægt er að verja húðina gegn sól með því að nota daglega sólarvörn með SPF 30-50, helst steinefnasólarvörn.