Skip to main content

Lúxus húðdekur

maski

Meðferðin er einstaklega þægileg og nærandi og er hún framkvæmd af snyrtifræðingi.

Byrjað er á að hreinsa húð með viðeigandi andlitshreinsi. Hún er svo djúphreinsuð með kornadjúphreinsi eða ensímdjúphreinsi og fer valið eftir húðgerð.  Andlit, höfuð, háls og herðar eru síðan nuddað upp úr olíu sem nærir og mýkir húð. Róandi og rakagefandi maski er síðan settur á húðina. Hitapoki á herðum og hiti í dýnu eykur slökun og vellíðan meðan maskinn er hafður á. Húðin er síðan hreinsuð og í lokin er er serum, rakakrem og sólarvörn borin á hana.

Í meðferðinni eru einungis notaðar gæðavörur frá Jan Marini og tekur meðferðin um 45 mín. Hægt er að velja um meðferð með Dermalux Flex MD sem eykur enn árangur meðferðar. Meðferðin tekur þá um 60 mín.

Bóka tíma