Skip to main content

Kristals- og Demantshúðslípun

Hvernig virkar húðslípun?

Notað er demantshúðslípunartæki sem fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun ysta lags húðarinnar. Meðferðin virkar vel á þurra húð og gefur henni aukinn ljóma. Einnig virkar hún á fínar línur, óhreina húð, bólur ásamt því að minnkar svitaholur. Húðin verður því áferðarfallegri og frísklegri eftir meðferðina sem hentar öllum aldri og húðgerðum.

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?

Ekki er mælt með húðslípun ef þú tekur sterk bólulyf svo sem Decutan eða það er minna en sex mánuðir frá því að þú hættir á því. Einnig er ekki ráðlagt að fara í húðslípun ef þú ert með húðkrabbamein eða húðsýkingu, virkan rósroða, mjög viðkvæma húð, sýktar unglingabólur (e. acne) eða psoriasis.

Hver er árangur meðferðar?

Flestir sjá árangur eftir eina meðferð svo sem hreinni húð, meiri ljóma og minni línur. Árangur endist venjulega í nokkrar vikur.

Hversu mörg skipti þarf ég?

Sumir taka einungis eitt skipti af og til en oft er ráðlagt að taka tvö til sex skipti til að árangur endist lengur. Það fer þó eftir húðgerð og því vandamáli sem verið er að meðhöndla hve oft er ráðlagt að koma í meðferðina. Mælt er með að ein til tvær vikur líði á milli meðferða.

Hve lengi er ég að jafna mIg?

Meðferðin veldur roða og þurrki í húð og tekur oftast um einn til tvo sólarhringa fyrir hana að jafna sig. Mikilvægt er að nota gott rakakrem kvölds og morgna eftir meðferðina.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Best er að sleppa því að fara í sund eða líkamsrækt í sólarhring eftir meðferð. Einnig ber að varast sól og ljósabekki í viku eftir meðferð. Ef verið er í sól er mikilvægt að nota sólarvörn með SPF 30.

Bóka tíma