Hvernig virkar húðhreinsun?
Meðferðin hentar vel fyrir fyrir einstaklinga frá 14 ára aldri. Hún tekur vel á óhreinindum svo sem fílapennslum, bólum og milia kornum. Byrjað er á því að hreinsa húðina með öflugum djúphreinsi. Hann hreinsar vel hársekki og endurnýjar ysta lag húðar. Húð er svo hituð með infrarauðu ljósi sem mýkir upp húðvefinn. Hún er svo kreist og stungið á fílapennsla, milíakorn og önnur óhreinindi. Húðin er svo sótthreinsuð. Maski er síðan borinn á húðina sem róar hana og nærir, hreinsar og dregur úr bólguviðbrögðum. Í lokin er borið á húðvörur í samræmi við húðgerð hvers og eins. Hægt er að velja á milli húðhreinsunar með Dermalux Flex MD sem tekur 60 mín og án sem tekur 45 mín.
Í meðferðinni eru einungis notaðar gæðavörur Mesoestetic sem henta öllum aldri og húðgerðum.
Er eitthvað sem þarf að hafa í huga fyrir meðferð?
Ef um er að ræða slæmar bólur og bólgu í húð er mikilvægt að leita til húðlæknis því stundum þarf að meðhöndla húð með lyfjum og á það sérstaklega við um húð unglinga.
Hver er árangur meðferðar?
Árangur er oftast mjög góður.
Hversu mörg skipti þarf ég?
Oftast dugar eitt skipti en stundum þarf að koma oftar. Einnig getur verið gott að hreinsa vel húð áður en farið er í kröftugri húðmeðferð.
Hve lengi er ég jafna mig?
Oftast er roði í húð einn dag eftir meðferð.
Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?
Mikilvægt er að forðast líkamsrækt og sund daginn sem meðferð er framkvæmd og nota sólarvörn með SPF 30- 50 daglega.