Hvað er Dermalux Flex MD
Dermalux Flex MD er öflug ljósameðferð sem örvar náttúrulega húðina. Hvort sem þú ert að takast á við bólur, roða eða vilt einfaldlega draga úr öldrun, bæta ljóma og heilbrigði húðar þá er Dermalux Flex MD einstaklega áhrifarík og mild lausn.
Meðferðin byggir á þremur bylgjulengdum ljóss sem fara djúpt niður í húðlögin og örva húðina án þessa að hita hana eða valda ertingu.
Blátt ljós (415nm) virkar á bólur, sýkingu og bætir ástand óliukenndrar húðar.
Rautt ljós (633nm) örvar kollagen og elastín, bætir áferð og dregur úr fínum línum.
Nær-innrautt ljós (830) dregur úr roða og bólgu og hentar vel fyrir viðkvæma húð.
Meðferðin hentar öllum húðgerðum og aldri, og er sérlega gagnleg fyrir:
- Bóluhúð og unglingabólur
- Þroskaða húð með fínum línum
- Viðkvæma húð og rósroða
- Ójafnan húðlit
- Húð í bataferli eftir aðrar meðferðir
Meðferðin meðferðin tekur um 20-30 mínútur og er algjörlega sársaukalaus og án aukaverkana.
Gott getur verið að bóka tíma í ráðgjöf. Þá er húðin metin og sett upp meðferðarplan.
Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?
Meðferðin hentar flestum húðgerðum. Ef þú hefur tekið inn vítamín-A lyf við bólum (t.d. Decutan) er mikilvægt að bíða í sex mánuði áður en farið er í Dermalux Flex MD þar sem húðin getur verið mjög viðkvæm. Einnig er meðferðin ekki ráðlögð fyrir barnshafandi konur.
Hvenær má ég búast við að sjá árangur?
Oft er hægt að sjá árangur eftir eitt skipti þar sem húðin verður frískleg og ljómandi en oftast þarf nokkur skipti til að sjá góðan árangur.
Hversu mörg skipti þarf ég?
Það fer eftir ástandi húðar en mælt er með 1-3 x á viku í 8-12 skipti. Í kjölfarið getur verið gott að koma í viðhald í 1x í viku í 6-8 skipti.
Hve lengi er ég að jafna mig?
Það getur verið vægur roði og hitatilfinning í húð sem hverfur á nokkrum klukkustundum. Það er ekkert mál að fara beint í vinnu eða skóla eftir meðferð.
Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?
Það er mikilvægt að sleppa líkamsrækt og sundi fram á næsta dag eftir meðferðina.
Varast skal sól og ljósabekki og nota gott rakakrem og sólarvörn með SPF 30 daglega.