Skip to main content

Dermalux Flex MD

Hvað er Dermalux Flex MD

Dermalux Flex MD er öflug ljósameðferð sem örvar náttúrulega húðina.  Hvort sem þú ert að takast á við bólur, roða eða vilt einfaldlega draga úr öldrun, bæta ljóma og heilbrigði húðar þá er Dermalux Flex MD einstaklega áhrifarík og mild lausn. 

Meðferðin byggir á þremur bylgjulengdum ljóss sem fara djúpt niður í húðlögin og örva húðina án þessa að hita hana eða valda ertingu. 

Blátt ljós (415nm) virkar á bólur, sýkingu og bætir ástand óliukenndrar húðar.

Rautt ljós (633nm) örvar kollagen og elastín, bætir áferð og dregur úr fínum línum.

Nær-innrautt ljós (830) dregur úr roða og bólgu og hentar vel fyrir viðkvæma húð.

Meðferðin hentar öllum húðgerðum og aldri, og er sérlega gagnleg fyrir:

  1. Bóluhúð og unglingabólur
  2. Þroskaða húð með fínum línum
  3. Viðkvæma húð og rósroða
  4. Ójafnan húðlit
  5. Húð í bataferli eftir aðrar meðferðir

Meðferðin meðferðin tekur um 20-30 mínútur og er algjörlega sársaukalaus og án aukaverkana.

Gott getur verið að bóka tíma í ráðgjöf. Þá er húðin metin og sett upp meðferðarplan.

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?

Meðferðin hentar flestum húðgerðum. Ef þú hefur tekið inn vítamín-A lyf við bólum (t.d. Decutan) er mikilvægt að bíða í sex mánuði áður en farið er í Dermalux Flex MD þar sem húðin getur verið mjög viðkvæm. Einnig er meðferðin ekki ráðlögð fyrir barnshafandi konur. 

Hvenær má ég búast við að sjá árangur?

Oft er hægt að sjá árangur eftir eitt skipti þar sem húðin verður frískleg og ljómandi en oftast þarf nokkur skipti til að sjá góðan árangur.

Hversu mörg skipti þarf ég?

Það fer eftir ástandi húðar en mælt er með 1-3 x á viku í 8-12 skipti. Í kjölfarið getur verið gott að koma í viðhald í 1x í viku í 6-8 skipti.

Hve lengi er ég að jafna mig? 

Það getur verið vægur roði og hitatilfinning í húð sem hverfur á nokkrum klukkustundum. Það er ekkert mál að fara beint í vinnu eða skóla eftir meðferð.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Það er mikilvægt að sleppa líkamsrækt og sundi fram á næsta dag eftir meðferðina.

Varast skal sól og ljósabekki og nota gott rakakrem og sólarvörn með SPF 30 daglega.

 

Andlitslínur

Húðin getur byrjað að mynda línur eftir 25 ára aldur en þá byrjar kollagen og elastín að minnka í miðlagi húðarinnar. Það er einstaklingsbundið hve snemma og hve margar línur við myndum en ýmislegt getur hraðað þessu ferli svo sem umhverfisþættir en einnig spila erfðir hlutverk.

Húðin getur byrjað að mynda línur fyrir þrítugt þegar hægir á myndun kollagens og elastíni, ásamt því að það er brotið hraðar niður í húðinni. Fækkun þessara próteina gerist hraðar eftir tíðahvörf og því getur húðin sérstaklega látið á sjá milli fimmtugs og sextugs. Það er einstaklingsbundið hve snemma og hve margar línur við myndum en ýmislegt getur hraðað þessu ferli, eins og að vera mikið í sól og reykja.

Nokkrar meðferðir eru í boði til að minnkað andlitslínur og örva myndun kollagens og elastíns. Það er þó engin varanleg lausn því húðin heldur áfram að eldast en til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að hugsa vel og reglulega um húðina. Eins og það dugar ekki að fara einu sinni í ræktina þá þarf að sinna húðinni reglulega. Það fer eftir áferð húðarinnar og hversu djúpar andlitslínur hún hefur myndað, hvaða meðferð hentar í hverju tilfelli.

Meðferðir sem í boði eru:

Fylliefni virka vel á grunnar sem djúpar andlitslínur.
Dermapen er góð meðferð til að vinna á öllum andlitslínum ásamt því að þétta húðina og gefa henni fallegri áferð.
Laser er öflug leið til að vinna á grunnum sem djúpum línum og auka ljóma í húðinni. Mismunandi laser er notaður eftir því hversu djúpar línurnar eru.
Ávaxtasýrumeðferð vinnur á fínum og djúpum línum.

“Ef við setjum oft í brýnnar, t.d. Þegar við erum að einbeita okkur, erum reið eða undir álagi, þá smám saman geta línur milli augabrúna orðið varanlegar. Sama á við um aðrar línur. Þar sem andlitslínur endurspegla oft líðan okkar geta broslínur verið sjarmerandi á meðan einbeitingarhrukkan milli augna getur látið okkur líta út eins og við séum reið.”

Bóka tíma