Skip to main content

Cosmelan® ávaxtasýrur

 

Hvað eru Cosmelan® ávaxtasýrur?

Cosmelan® ávaxtasýrur er viðurkennd leið til að meðhöndla allar tegundir litabreytinga með áhrifaríkum og öruggum hætti. Meðferðin vinnur þannig á litabreytingum hvort heldur grunnt eða djúpt í húðinni:

  • Melasma/húðsvertingu sem gjarnan eru tengdar hormónabreytingum.
  • Sólarblettum eða svokölluðum elliblettum.
  • Freknum og gefur þar með jafnari áferð
  • Dökkum blettum sem verða minna sýnilegir.

Húðlitur verður jafnari ásamt því að áferð húðarinnar fær á sig fallegan ljóma og línur verða minna áberandi.

Meðferðin tekur um 30 mín, flestir upplifa hitatilfinningu á meðan meðferðinni stendur en ekki sársauka. Sýrurnar eru látnar liggja á húð í átta til tólf tíma og þú færð með þér heim þrjú krem sem notuð eru á eftirfarandi hátt og duga í einn mánuð:

Fyrsti mánuður: Fyrst er Cosmelan 2 andlitskrem borið á hreina þurra húð, en það dregur úr litabreytingum og kemur í veg fyrir að þær birtist aftur.  Melan recovery smyrsli er næst nuddað á húðina, en það róar og byggir upp húðina. Að lokum er breiðvirk sólarvörn (SPF 50+) Mesoprotech melan 130 pigment control, sem fyrirbyggir myndun litabreytinga og gefur smá litaráferð, en hún er borin á húð á þriggja klst fresti ef verið er utandyra. Kremin eru borin á húð þrisvar á dag (morgunn, hádegi, kvöld) fyrsta mánuðinn.

Annar mánuður: Nú eru kremin þrjú borin á húðina kvölds og morgna.

Þriðji mánuður og framhald: Nú er Cosmelan 2 og síðan vel af Melan recovery borið á allt andlitið, nuddað þar til húðin hefur tekið upp. Mesoprotech melan 130 pigment control er notað að degi til á þriggja klst fresti ef verið utandyra.

Til að ná sem bestum árangri er meðferðinni haldið áfram heima í að minnsta kosti sex mánuði.

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?

Ef þú notar einhverskonar retinol (vítamín A) er mælt með að sleppa því nokkrum dögum fyrir meðferð. Meðferðin hentar öllum húðtegundum. Ef þú hefur tekið inn lyf við bólum (t.d. Decutan) er mikilvægt að bíða í sex mánuði áður en farið er í ávaxtasýrumeðferð þar sem húðin getur verið mjög viðkvæm. Einnig er meðferðin ekki ráðlögð á meðgöngu eða með barn á brjósti. Sömuleiðis hentar hún ekki ef bráð bólga er í húðinni, t.d. bólur, sýking eða exem.

Hver er árangur meðferðarinnar?

Það er mjög einstaklingsbundið hvenær árangur kemur í ljós en hér gildir að árangurinn kemur smá saman svo lengi sem vörurnar eru notaðar og sólarljós er forðast.

Hversu mörg skipti þarf ég?

Eitt skipti dugar en endurtaka má Cosmelan® ávaxtasýru meðferðina einu sinni á ári.

Hvað lengi er ég að jafna mig?

Daginn eftir meðferð getur þú fundið fyrir vægum óþægindum og á þriðja degi (dagur eitt er meðferðardagur) getur húðin byrjað að flagna. Á degi sjö er algengt að flögnunin sé gengin yfir og húðin ætti að vera með extra ljóma. Ef þú upplifir ertingu í húinni getur verið gott að taka hlé í einn dag frá kremunum.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Það er mikilvægt að sleppa líkamsrækt og sundi daginn sem meðferð er framkvæmd.

Varast skal sól og ljósabekki og nota meðfylgjandi sólarvörn daglega.

 

Bóka tíma

Cosmelan® ávaxtasýrur fyrir og eftir meðferð. Myndir frá Mesoestetic.