Meðferðin er gerð af Þórhildi Daníelsdóttur húðlækni
Hvernig virkar bótulínumtoxín?
Um er að ræða vöðvaslakandi lyf sem sprautað er í vöðva og kemur í veg fyrir taugaboð sem valda samdrætti. Algengustu svæðin eru milli augna (reiðilínur), broslínur í kringum augu og ennislínur. Einnig er hægt að nota bótox undir holhönd gegn mikilli svitamyndun og tyggingarvöðva.
Meðferðin dregur úr línum og gefur unglegra yfirbragð. Algengast er að meðhöndla línur sem eru þegar sýnilegar en einnig er hægt að framkvæma meðferðina fyrirbyggjandi.
Er eitthvað sem þarf að hafa í huga fyrir meðferðina?
Meðferðin er örugg og batatíminn stuttur en það er alltaf viss blæðingarhætta þannig að gott er að láta vita ef þú ert blóðþynningarlyfjum. Meðferðin tekur enga stund og flestir geta farið beint í vinnu eða skóla.
Ekki er ráðlagt að meðhöndla konur á meðgöngu eða brjóstagjöf
Hver er árangur meðferðar?
Árangur er í flestum tilfellum mjög góður. Árangur sést ekki strax en kemur fram eftir eina viku. Línur grynnka eða hverfa alveg og húðin verður unglegri og frísklegri. Til að viðhalda árangri þarf að koma á 3-6 mánaða fresti.
Hvað er ég lengi að jafna mig?
Stundum kemur fram mar á stungustað sem hverfur á um viku. Sumir finna fyrir smá bólgu sem hverfur eftir um 30 mín. Í einstaka tilfellum kemur fram höfuðverkur sem hverfur á 1-2 sólarhringum.
Hvað þarf að forðast eftir meðferðina?
Gott er að sleppa líkamsrækt fyrsta sólarhringinn.