Skip to main content

Jovena FaceStim®

Hvernig virkar FaceStim?

Með Facestim® sendum við andlitsvöðvunum í ræktina sem gefur andlitinu meiri fyllingu á sama tíma og endurnýjun húðarinnar er örvuð. Meðferðin tónar þannig húð og vöðva andlits.

Öldrun andlitsins er ekki bundin við húðbreytingar svo sem andlitslínur, háræðaslit og sólarbletti. Með hækkandi aldri rýrna andlitsvöðvarnir, sem gerir það að verkum að húðin missir fyllingu og skuggaspil eykst.

Facestim® færir þér tvær meðferðir í einu. Byrjað er á að að hita húðina á þægilegan máta með RF (e. radiofrequency) sem er klassísk meðferð til að byggja upp kollagen og elastín í miðlagi húðarinnar (e. dermis), en þessi prótein gefa húðinni styrk og teygjanleika. Síðan eru ákveðnir vöðvahópar mótaðir til að gefa lyftingu og fyllingu í andlitið, t.d. lyfta augabrúnum, miðju andliti og minnka línu frá nefi að munnvikum. Eins styrkir hún kjálkalínu og hálsvöðva. Tæknin er byggð á svokölluðu diathermocontraction sem  sendir hita djúpt í húðina og styrkja djúpvöðva andlits.

Markmið FaceStim® meðferðarinnar er að:

  • Gefa aukna fyllingu í andlitið.
  • Bæta áferð og útlit húðarinnar.
  • Draga fram  náttúrulega andlitsdrætti.
  • Þétta húðina og styrkja.

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga fyrir meðferð?

Meðferðin hentar flestum en hafir þú exem, sár eða sýkingu í andliti er ráðlagt að bíða þangað til húðin hefur jafnað sig.

Hver er árangur meðferðar?

Flestir sjá árangur eftir eina meðferð svo sem hreinni húð, meiri ljóma og minni línur. Árangur endist venjulega í nokkrar vikur.

Hversu mörg skipti þarf ég?

Mælt er með að taka 5 skipti vikulega og síðan halda við á 4-6 vikna fresti, eða eftir því sem þér finnst þurfa.

Hve lengi er ég að jafna mig?

Í mesta lagi getur vægur roði sést eftir meðferð, líkt og eftir að stíga út úr líkamsrækt. Þú þarft ekki að gera ráð fyrir neinum tíma til að jafna þig, því meðferðin er örugg og þolist vel. Hún ber með sér enga hættu á fylgikvillum. Við mælum þó með að nota gott rakakrem kvölds og morgna eftir meðferðina.

Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?

Ekki þarf að varast neitt eftir meðferð, nema að við mælum að sjálfsögðu með því að halda sig frá sólböðum og ljósabekkjum líkt og alla aðra daga. Ef verið er í sól er ákjósanlegt að huga að sólarvörnum.

Fyrir eftir myndir

Hér að neðan eru myndir teknar eru fyrir og eftir eina FaceStim meðferð.

Bóka tíma