Háræðaslit eru ekki slitnar háræðar eins og nafnið bendir til, heldur víkka háræðarnar og verða sýnilegar undir húð. Yfirleitt er talið að samspil erfða og umhverfis spili hlutverk í myndun þeirra. Háræðaslit aukast með aldrinum og ýmsir aðrir þættir geta aukið líkur á að þær myndist eins og mikill kuldi eða sterk sól og aukinn þrýstingur á æðakerfið eins og við meðgöngu. Háræðaslit eru einnig algeng hjá þeim sem eru með rósroða og fólki sem drekkur óhóflega áfengi.
Laser getur fjarlægt háræðaslit í andliti sem annars staðar á líkamanum. Stundum dugar að koma í eina meðferð ef svæðið er lítið en fjöldi skipta fer eftir því hve vel æðin svarar meðferð og hversu stórt meðferðarsvæðið er. Algengt er að það þurfi fleiri skipti á læri eða allt upp í tíu skipti. Ef þú ert með æðahnúta, þá bendum við þér að leita til æðaskurðlæknis.
“Til að vernda húðina er mikilvægt að nota sólarvörn þegar verið er í sterkri sól og feitt krem án vatns þegar verið er í miklum kulda.