Skip to main content

Húðflúr

Þegar fólk fær sér húðflúr er litarefni komið fyrir djúpt í húðinni og er því um varanlegan lit að ræða. Ekki er óalgengt að fólk sjái eftir að hafa fengið sér húðflúr síðar á ævinni. Sumir vilja losna við húðflúr fyrir fullt og allt á meðan aðrir vilja lýsa það til að láta setja nýja mynd í staðinn. Hægt er að fjarlægja flesta liti úr húðflúri nema grænan. Auðveldast er að fjarlægja svartan lit.

Laser er notaður til að fjarlægja húðflúr. Hann leysir upp litarefnin í húðflúrinu og ónæmiskerfið sér svo um að hreinsa þau burt úr húðinni.