Bólur og fílapenslar er algeng sjón á unglingsárum. Algengt er að bakterían p. acne og fleiri bakteríur taki bólfestu í fitukirtlum húðarinnar og stífli þá. Sumir fá bólur og fílapensla á öðrum aldursskeiðum og geta verið ýmsar ástæður fyrir því bæði hormóna- og umhverfisþættir.
Bólur og fílapenslar geta verið hvimleiður kvilli en ýmsar leiðir eru til að minnka bólurnar. Ef þú ert með mjög margar bólur ráðleggjum við þér að panta tíma hjá húðsjúkdómalækni.
Meðferðir sem henta vel fyrir bólum og fílapennslum:
Húðslípun er meðferð sem reynst hefur vel við bólum og fílapenslum. Með húðslípun er ysta lag húðarinnar fjarlægt svo húðin verður opnari og á auðveldara með að hreinsa sig.
Ávaxtasýrumeðferð vinnur á bólum og fílapenslum.
“Andstætt því sem margir halda, þá er gott fyrir einstaklinga með bólótta húð að taka inn ómega-3 fitusýrur. Fjölómettaðar fitusýrur koma jafnvægi á fitukirtla húðarinnar en mettaðar fitusýrur eins og í skyndibitafæði ójafnvægi.”