Skip to main content

Andlitsnudd og maski

maski

Andlitsnudd og maski

Meðferðin er einstaklega þægileg og nærandi og er hún framkvæmd af snyrtifræðingi.

Byrjað er á að hreinsa húð með viðeigandi andlitshreinsi. Andlit, háls og herðar eru síðan nuddað í um 15 mín. Róandi og rakagefandi maski er settur á húðina og látinn bíða í um 10 mín. Hitapoki á herðum og hiti í dýnu eykur slökun og vellíðan meðan maskinn er hafður á. Húðin er síðan hreinsuð. Serum, rakakrem og sólvörn eru borin á hana.

Í meðferðinni eru einungis notaðar gæðavörur frá Jan Marini og tekur meðferðin um 30 mín.

Bóka tíma

Andlitslínur

Húðin getur byrjað að mynda línur eftir 25 ára aldur en þá byrjar kollagen og elastín að minnka í miðlagi húðarinnar. Það er einstaklingsbundið hve snemma og hve margar línur við myndum en ýmislegt getur hraðað þessu ferli svo sem umhverfisþættir en einnig spila erfðir hlutverk.

Húðin getur byrjað að mynda línur fyrir þrítugt þegar hægir á myndun kollagens og elastíni, ásamt því að það er brotið hraðar niður í húðinni. Fækkun þessara próteina gerist hraðar eftir tíðahvörf og því getur húðin sérstaklega látið á sjá milli fimmtugs og sextugs. Það er einstaklingsbundið hve snemma og hve margar línur við myndum en ýmislegt getur hraðað þessu ferli, eins og að vera mikið í sól og reykja.

Nokkrar meðferðir eru í boði til að minnkað andlitslínur og örva myndun kollagens og elastíns. Það er þó engin varanleg lausn því húðin heldur áfram að eldast en til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að hugsa vel og reglulega um húðina. Eins og það dugar ekki að fara einu sinni í ræktina þá þarf að sinna húðinni reglulega. Það fer eftir áferð húðarinnar og hversu djúpar andlitslínur hún hefur myndað, hvaða meðferð hentar í hverju tilfelli.

Meðferðir sem í boði eru:

Fylliefni virka vel á grunnar sem djúpar andlitslínur.
Dermapen er góð meðferð til að vinna á öllum andlitslínum ásamt því að þétta húðina og gefa henni fallegri áferð.
Laser er öflug leið til að vinna á grunnum sem djúpum línum og auka ljóma í húðinni. Mismunandi laser er notaður eftir því hversu djúpar línurnar eru.
Ávaxtasýrumeðferð vinnur á fínum og djúpum línum.

“Ef við setjum oft í brýnnar, t.d. Þegar við erum að einbeita okkur, erum reið eða undir álagi, þá smám saman geta línur milli augabrúna orðið varanlegar. Sama á við um aðrar línur. Þar sem andlitslínur endurspegla oft líðan okkar geta broslínur verið sjarmerandi á meðan einbeitingarhrukkan milli augna getur látið okkur líta út eins og við séum reið.”

Bóka tíma