Hvernig virkar laser fyrir litabreytingar?
Um er að ræða ljós með bylgjulengd sem brýtur niður litarefni. Ónæmiskerfið sér síðan um að eyða þeim. Oft fylgir meðferðinni væg hitatilfinning.
Hvenær má búast við árangri?
Oftast sést árangur eftir eitt skipti en getur þó verið einstaklingsbundinn.
Hve lengi endist meðferðin?
Það er einstaklingsbundið og fer eftir því hvaða litabreytingu um er að ræða og hvort þú notir sólarvörn. Litabreytingar halda áfram að myndast ef verið er óvarinn í sól.
Hvað þarf ég mörg skipti?
Það er mismunandi hversu mörg skipti þarf til að ná góðum árangri en í flestum tilfellum er miðað við tvö til fjögur skipti á fjögurra vikna fresti.
Hvað er ég lengi að jafna mig?
Oftast er vægur roði á húð til staðar í um sólarhring eftir meðferð og er þá mikilvægt að bera græðandi krem á húðina.
Hvað þarf ég að forðast eftir meðferð?
Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi daginn sem farið er í meðferðina og forðast sól fyrst á eftir. Ef verið er í sól er mikilvægt að nota sólarvörn með SPF 30 eða SPF50 til minnka líkur á að viðhalda sólarskemmdum.