Velkomin!
Takk fyrir að líta við hjá okkur. Húðin er okkar hjartans mál því hún er eitt það fyrsta sem við tökum eftir í eigin fari og annarra. Síðustu ár hefur orðið bylting í forvörnum og húðmeðferðum sem fegra húðina, yngja hana og gefa heilbrigðari ásýnd.
Húðmeðferðirnar sem við bjóðum upp á hafa allar sýnt fram á góðan árangur í vísindarannsóknum, þó endanlegur árangur sé vissulega ávallt einstaklingsbundinn. Okkar sýn er sú að ef þú hugsar jafnt og vel um húðina, þá endist og eldist hún betur. Okkar mottó er að bæta en ekki breyta útliti.
Við leggjum mikið upp úr faglegri og persónulegri þjónustu, notalegu andrúmslofti og að koma til móts við þarfir viðskiptavina – svo þeim líði sem best í eigin skinni.

Dr. Lára G. Sigurðardóttir
Læknir, grunnmenntun í skurðlækningum og doktor í lýðheilsuvísindum

Sigríður Arna Sigurðardóttir
Hjúkrunarfræðingur og förðunarfræðingur

Drífa Ísabella Davíðsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

Arndís Ágústdóttir
Hjúkrunarfræðingur

Ragnheiður Ólafsdóttir
Snyrtifræðingur

Eva María Emilsdóttir
Móttökuritari

Þórhildur Daníelsdóttir
Húðlæknir

Sigga Stína
Móttökuritari og förðunarfræðingur